Ekki ætlunin að undanskilja iðnnema Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. október 2017 06:00 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra „Mér þykir einboðið að þetta þurfi að laga. Ég hef skoðað hvort sé hægt að laga þetta með reglugerð en sýnist að ekki verði bætt úr nema með lagabreytingu,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. Fréttablaðið greindi frá því í dag að víetnömsk kona, Chuong Le Bui, sem býr á Íslandi og er í matreiðslunámi, hefur fengið bréf frá Útlendingastofnun þess eðlis að henni verði gert að yfirgefa landið. Ástæðan er sú að í nýjum Útlendingalögum, sem tóku gildi 1. janúar síðastliðinn, er iðnnám ekki skilgreint sem nám. Í eldri lögum var iðnnám hins vegar tilgreint. „Það er ljóst eftir því sem ég hef heyrt að sú skilgreining sem kemur fram á námi er of þröng og miklu þrengri en löggjafarviljinn stóð til. Það var aldrei rætt um það að þrengja þetta þannig að iðnnámið myndi ekki falla undir nám í skilningi útlendingalaga.“ Sigríður segir að nýju útlendingalögunum hafi verið breytt eftir því sem reynsla hefur komið á þau. Meðal annars hafi lögunum verið breytt undir lok síðasta þings þegar kom í ljós að skiptinemar á menntaskólastigi féllu milli skips og bryggju í lagatextanum. „Það er mikilvægt að menn geti stundað iðnnám til jafns við háskólanám. Það stendur ekki annað til, af minni hálfu í það minnsta, en að löggjafinn lagfæri þetta,“ segir Sigríður. Ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa Chuong Le Bui úr landi hefur verið kærð til kærunefndar Útlendingastofnunar. Henni verður ekki vísað brott fyrr en niðurstaða fæst frá nefndinni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
„Mér þykir einboðið að þetta þurfi að laga. Ég hef skoðað hvort sé hægt að laga þetta með reglugerð en sýnist að ekki verði bætt úr nema með lagabreytingu,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. Fréttablaðið greindi frá því í dag að víetnömsk kona, Chuong Le Bui, sem býr á Íslandi og er í matreiðslunámi, hefur fengið bréf frá Útlendingastofnun þess eðlis að henni verði gert að yfirgefa landið. Ástæðan er sú að í nýjum Útlendingalögum, sem tóku gildi 1. janúar síðastliðinn, er iðnnám ekki skilgreint sem nám. Í eldri lögum var iðnnám hins vegar tilgreint. „Það er ljóst eftir því sem ég hef heyrt að sú skilgreining sem kemur fram á námi er of þröng og miklu þrengri en löggjafarviljinn stóð til. Það var aldrei rætt um það að þrengja þetta þannig að iðnnámið myndi ekki falla undir nám í skilningi útlendingalaga.“ Sigríður segir að nýju útlendingalögunum hafi verið breytt eftir því sem reynsla hefur komið á þau. Meðal annars hafi lögunum verið breytt undir lok síðasta þings þegar kom í ljós að skiptinemar á menntaskólastigi féllu milli skips og bryggju í lagatextanum. „Það er mikilvægt að menn geti stundað iðnnám til jafns við háskólanám. Það stendur ekki annað til, af minni hálfu í það minnsta, en að löggjafinn lagfæri þetta,“ segir Sigríður. Ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa Chuong Le Bui úr landi hefur verið kærð til kærunefndar Útlendingastofnunar. Henni verður ekki vísað brott fyrr en niðurstaða fæst frá nefndinni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira