Erlent

Rússnesk þyrla hrapaði á Svalbarða

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Barentsburg.
Frá Barentsburg. Vísir/Getty
Rússnesk þyrla hrapaði undan strönd Svalbarða í dag. Norskir fjölmiðlar segja að átta manns hafi verið um borð.

Í frétt NRK segir að þyrlan hafi farið í sjóinn um tveimur til þremur kílómetrum frá Barentsburg skömmu fyrir klukkan fjögur að staðartíma, um klukkan tvö að íslenskum tíma. Björgunarlið er nú á leið á staðinn.

Þyrlan átti að fljúga frá Pyramiden, rússneskri byggð um fimmtíu kílómetrum norður af Longyearbyen, til Barentsburg.

Tilkynning barst klukkan 15:35 um að þyrlunnar væri saknað, en einungis tíu mínútum síðar gar greint frá því að hún hafi farið í sjóinn.

Um 430 manns búa í námabænum Barentsburg, langflestir Rússar og Úkraínumenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×