Erlent

Sátt í máli dóttur Paul Walker og Porsche

Atli Ísleifsson skrifar
Walker lét lífið þegar Porsche Carrera GT bíll rakst á tré og varð í kjölfarið alelda í Santa Clarita í Kaliforníu þann 30. nóvember 2013.
Walker lét lífið þegar Porsche Carrera GT bíll rakst á tré og varð í kjölfarið alelda í Santa Clarita í Kaliforníu þann 30. nóvember 2013. Vísir/AFP
Dóttir bandaríska leikarans Paul Walker og bílaframleiðandinn Porsche hafa náð sátt, um tveimur árum eftir að dóttir leikarans sakaði Porsche um að bera ábyrgð á dauða föður hennar.

Þetta kemur fram í frétt ABC og segir að samkomulag hafi náðst fyrr í þessum mánuði. Ekki hefur þó fengist upp gefið hvað felst í sáttinni.

Porsche hefur sömuleiðis náð sátt í máli sem faðir Walker, Paul Walker III, höfðaði gegn bílaframleiðandanum.

Í frétt ABC kemur fram að lögmenn Walker-fjölskyldunnar og Porsche hafi ekki viljað tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

Paul Walker.Vísir/afp
Walker lét lífið þegar Porsche Carrera GT bíll rakst á tré og varð í kjölfarið alelda í Santa Clarita í Kaliforníu þann 30. nóvember 2013. Bæði Walker og bílstjórinn, Roger Rodas, voru úrskurðaðir látnir þegar sjúkralið kom á vettvang.

Nærri tveimur árum síðar höfðaði Meadow Walker, dóttir leikarans, mál á hendur Porsche þar sem hún sagði 605 hestafla vél bílsins og skortur á öryggisbúnaði hafa leitt til dauða föður síns.

Í stefnunni kom fram að Walker honum hafi verið ókleift að losa bílbeltin, og hafi hann verið á lífi í um áttatíu sekúndur eftir áreksturinn áður en bíllinn varð alelda.

Walker var fertugur þegar hann lést en hann gerði garðinn frægan í Fast and the Furious myndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×