Erlent

Temer slapp með skrekkinn

Atli Ísleifsson skrifar
Michel Temer Brasilíuforseti.
Michel Temer Brasilíuforseti. Vísir/AFP
Michel Temer Brasilíuforseti þarf ekki að svara til saka vegna ásakana um spillingu sem á hann hafa verið bornar. Þetta er ljóst eftir að nægilega margir þingmenn í neðri deild brasilíska þingsins höfnuðu því að Temer verði dreginn fyrir rétt.

BBC greinir frá því að saksóknarar hafi sakað Temer um fjárflæfra og að hafa hindrað framgang réttvísinnar, en hann hefur ávallt neitað sök í málinu.

Tveir þriðju þingmanna hefðu þurft að samþykkja að draga hinn 77 ára Temer fyrir rétt til að slíkt yrði raunin.

233 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni, en 251 þingmaður höfnuðu henni. 342 þingmenn hefðu þurft að greiða atkvæði með tillögunni til að Temer yrði dreginn fyrir rétt.

Frekari rannsókn á málum Temer getur nú einungis haldið áfram eftir að hann lætur af embætti í árslok 2018.


Tengdar fréttir

Temer ákærður fyrir mútuþægni

Brasilíuforseti er sakaður um að hafa tekið við háum fjárhæðum frá eiganda kjötvinnslufyrirtækis í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×