Handbolti

Seinni bylgjan: Dagur Sig segir að Viktor þurfi ekkert að flýta sér út þótt PSG sé að kalla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tómas Þór Þórðarson og strákarnir í Seinni bylgjunni ræddu frammistöðu og framtíð markvarðarins efnilega Viktors Gísla Hallgrímssonar í þættinum í vikunni.

Viktor Gísli Hallgrímsson átti mjög flottan leik í marki Fram í sigri á Víkingum. Hann fór líka á dögunum í heimsókn til franska stórliðsins Paris Saint Germain.

„Hann var tekinn í læknisskoðun hjá Paris Saint Germain sem buðu honum út. Hann æfði meðal annars með stórstjörnunum og var að láta Karabatic, Abalo og alla gæjana skjóta á sig,“ sagði Tómas Þór Þórðarson og bætti við.

„Mínar heimildir herma að þeir séu mjög spenntir fyrir honum og eru tilbúnir að gera nánast sama hvaða samning sem er við hann. Þetta snýst um hvort hann treysti sér eða vilji fara,“ sagði Tómas.

„Hann er kornungur og ef þú ætlar að spila fimmtán eða tuttugu ár í atvinnumennsku áttu þá ekki að velja fimmtán eða tuttugu síðustu árin. Taka frekar út þroskann hérna og vera lengur hérna heima með fjölskyldunni og allt sem því fylgir. Það er nægur tími og ef að þessi strákur verður landsliðsmarkvörður Íslands þá verða þessar dyr allar opnar fyrir hann í framtíðinni. Hann þarf ekkert að flýta sér segi ég,“ sagði Dagur.

„Að vera orðinn þroskaður og tilbúinn skiptir svo miklu máli,“ sagði Sigfús Sigurðsson.  

Það má sjá alla umræðuna um Viktor Gísla í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×