Erlent

Enginn sýnilegur arftaki Xi valinn

Atli Ísleifsson skrifar
Han Zheng, Wang Huning, Li Zhanshu, Xi Jinping forseti, Li Keqiang forsætisráðherra, Wang Yang og Zhao Leji skipa stjórnmálanefnd Kommúnistaflokksins.
Han Zheng, Wang Huning, Li Zhanshu, Xi Jinping forseti, Li Keqiang forsætisráðherra, Wang Yang og Zhao Leji skipa stjórnmálanefnd Kommúnistaflokksins. Vísir/AFP
Sjö manns voru í nótt skipaðir í hina valdamiklu stjórnmálanefnd Kommúnistaflokksins í Kína en þar sitja venjulega sjö valdamestu menn landsins og er forsetinn einn þeirra.

Xi Jinping forseti var endurkjörinn í embætti sitt í gær og vakti sérstaka athygli að þeir sem skipaðir voru í nefndina eru allir á sjötugsaldri og líklegir til að setjast í helgan stein að fimm árum liðnum.

Ákveðin hefð hefur skapast fyrir því að væntanlegur eftirmaður forseta sé valinn í nefndina. Þetta bendir til þess að líklegt sé að Xi hugsi sér að sitja lengur en næstu fimm árin, en næsta flokksþing verður haldið 2022.

Fyrir utan hinn 64 ára Xi er hinn 62 ára fotsætisráðherra landsins, Li Keqiang, sá eini sem heldur sæti sínu í nefndinni.

Rúmlega tvö þúsund fulltrúar á landsþingi Kommúnistaflokksins greiddu í gær atkvæði með því að nafn og hugmyndafræði Xi Jinping skyldi innleiða í stjórnarskrá flokksins. Enginn andmælti tillögunni eða sat hjá. Mao Zedong var til þessa eini leiðtogi Kína sem hafði fengið sérstaka hugmyndafræði sína innleidda í stjórnarskrá.

Xi Jinping styrkir með þessu stöðu sína sem leiðtogi Kínverja en það hefur hann gert stöðugt frá því hann tók við embættinu árið 2012.


Tengdar fréttir

Xi styrkist og stendur nú við hlið Maós

Nafn og hugmyndafræði forseta Kína hafa verið rituð í stjórnarskrá Kommúnistaflokksins. Með því er hann settur á sama stall og Maó Zedong, stofnandi alþýðulýðveldisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×