Erlent

Vantrauststillaga vegna skógarelda felld í Portúgal

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Antonio Costa, forsætisráðherra Portúgal, flutti ræðu á þinginu í dag þegar vantrauststillagan hafði verið lögð fram.
Antonio Costa, forsætisráðherra Portúgal, flutti ræðu á þinginu í dag þegar vantrauststillagan hafði verið lögð fram. Vísir/AFP

Vantrauststillaga á ríkisstjórn Portúgals var felld með 122 atkvæðum gegn 105 í dag. Vantraustið var lagt fram vegna mannskæðra skógarelda sem orðið hafa yfir 100 manns að bana á síðustu mánuðum. Aðgerðarleysi stjórnvalda hefur verið harðlega gagnrýnt.



Innanríkisráðherra landsins, Constanca Urbano de Sousa, sagði af sér síðastliðinn miðvikudag vegna þess hvernig stjórnvöld hafa tekið á skógareldunum. Ríkisstjórnin hefur sagt að óvenjuleg veðurskilyrði og mikill þurrkur hafi gert það að verkum að eldarnir voru óhjákvæmilegir. Árlegir skógareldar í landinu hafa þó sjaldan ollið dauðsföllum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×