Viktor Gísli æfði með ofurstjörnum PSG: „Þetta var draumi líkast“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. október 2017 09:45 Viktor Gísli Hallgrímsson þurfti að glíma við skot frá Nikola Karabatic og Mikkel Hansen. vísir/getty/ernir Viktor Gísli Hallgrímsson, 17 ára gamall unglingalandsliðsmaður Fram í Olís-deild karla í handbolta, æfði með Paris Saint-Germain í vikunni en Frakklandsmeistararnir eru með eitt allra besta lið heims. Parísarliðið bauð Viktori í heimsókn en hann fór út á þriðjudaginn og kom aftur heim í gær. Hann gekkst undir læknisskoðun ytra og æfði svo einu sinni með ofurstjörnum PSG sem var eðlilega mikil upplifun fyrir þennan gríðarlega efnilega markvörð. „Þetta var rosalegt, alveg draumi líkast,“ segir Viktor Gísli en hann þurfti þarna að glíma við skot frá heims- og Evrópumeisturum á borð við Uwe Gensheimer, Luc Abalo, Mikkel Hansen, Daniel Narcisse og Nikola Karabatic. „Þessir menn eru náttúrlega rosalegir. Maður hélt stundum að maður væri að fara að verja eitthvað en þá fór boltinn bara í skeytin.“ Viktor Gísli átti varla orð til að lýsa aðstæðum hjá Frakklandsmeisturunum sem eru nú komnir með íslenska markvörðinn á radarinn og hver veit nema hann verði í framtíðinni fenginn til að leysa af Thierry Omeyer í markinu hjá PSG. „Þetta kveikir auðvitað enn frekari neista í manni en nú fer maður bara aftur að hugsa um Fram og næsta deildarleik á sunnudaginn. Þetta var gaman en nú er það bara deildin hérna heima,“ segir Viktor Gísli Hallgrímsson. Fram mætir nýliðum Víkings í Víkinni klukkan 17.00 á sunnudaginn þegar að sjöunda umferðin verður spiluð í heild sinni. Olís-deild karla Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Viktor Gísli Hallgrímsson, 17 ára gamall unglingalandsliðsmaður Fram í Olís-deild karla í handbolta, æfði með Paris Saint-Germain í vikunni en Frakklandsmeistararnir eru með eitt allra besta lið heims. Parísarliðið bauð Viktori í heimsókn en hann fór út á þriðjudaginn og kom aftur heim í gær. Hann gekkst undir læknisskoðun ytra og æfði svo einu sinni með ofurstjörnum PSG sem var eðlilega mikil upplifun fyrir þennan gríðarlega efnilega markvörð. „Þetta var rosalegt, alveg draumi líkast,“ segir Viktor Gísli en hann þurfti þarna að glíma við skot frá heims- og Evrópumeisturum á borð við Uwe Gensheimer, Luc Abalo, Mikkel Hansen, Daniel Narcisse og Nikola Karabatic. „Þessir menn eru náttúrlega rosalegir. Maður hélt stundum að maður væri að fara að verja eitthvað en þá fór boltinn bara í skeytin.“ Viktor Gísli átti varla orð til að lýsa aðstæðum hjá Frakklandsmeisturunum sem eru nú komnir með íslenska markvörðinn á radarinn og hver veit nema hann verði í framtíðinni fenginn til að leysa af Thierry Omeyer í markinu hjá PSG. „Þetta kveikir auðvitað enn frekari neista í manni en nú fer maður bara aftur að hugsa um Fram og næsta deildarleik á sunnudaginn. Þetta var gaman en nú er það bara deildin hérna heima,“ segir Viktor Gísli Hallgrímsson. Fram mætir nýliðum Víkings í Víkinni klukkan 17.00 á sunnudaginn þegar að sjöunda umferðin verður spiluð í heild sinni.
Olís-deild karla Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira