Bakari lagði Ikea og fær yfirvinnuna greidda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2017 22:16 Ikea er í Garðabæ. Vísir/Anton Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,9 milljónir í yfirvinnu og orlof. Bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamda vinnutíma en ekki fengið greidda yfirvinnu vegna þess. RÚV greindi fyrst frá. Bakarinn hóf störf hjá Ikea árið 2012. Í ráðningarsamningi mannsins var ákvæði þess eðlis að heildarvinnustundir í mánuði væru 184 að meðaltali yfir árið og miðuðust launin við það. Samið var um að bakarinn fengið að taka yfirvinnutíma út með fríi þegar tækifæri gafst. Bakarinn sagði að það hefði reynst erfitt og oftar en ekki hefði hann verið kallaður til vinnu úr fríi vegna anna. sífellt hafi menn verið að hringja í hann í fríi til að spyrja um hvar þetta eða hitt væri keypt og jafnvel hafi hann verið beðinn að koma úr fríi til að vinna. Fyrir dómi sagði bakarinn að einnig hefði hann ekki alltaf fengið lögbundna ellefu stunda hvíld á milli vakta. Þá hafi hann ekki ekki alltaf fengið einn hvíldardag á sjö daga fresti eins og lögbundið sé. Það hafi meðal annars gerst í kringum jól en þá hafi verið mikið um smákökukynningar um helgar. Hafi stefnandi þurft að vera á staðnum til að kenna nýjum krökkum sem voru komnir í hlutavinnu til að fylla á, frysta og kæla smákökur auk þess að baka fyrir bakaríið. Þá upplýsti bakarinn um að almenn ánægja hafi verið með störf hans fyrir Ikea, hann hafi fengið launahækkun umfram gildandi kjarasamninga og bónus vegna mikils álags fyrir jólin. Málsvörn Miklatorgs byggði meðal annars á því að bónusinn og launahækkanir hafi verið vegna umfram vinnuframlags bakarinn.Dómur í málinu féll 24. október síðastliðinn. Var bakarinn talinn hafa sýnt fram á það að hann hefði átt að fá yfirvinnuna greidda aukalega. Þá hafi hann einnig sýnt fram á það að hann hefði ekki fengið 11 klukkustudna frí og ætti því rétt á greiðslu vegna þess auk greiðslna vegna þess að hann fékk ekki lögböðið frí á sjö daga tímabili. Þarf Miklatorg að greiða bakaranum 2,4 milljónir að frádregnum 599.905 krónum sem honum höfðu verið greiddar, samtals um 1,9 milljónir. Þá greiðir Miklatorg 800 þúsund krónur í málskostnað. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,9 milljónir í yfirvinnu og orlof. Bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamda vinnutíma en ekki fengið greidda yfirvinnu vegna þess. RÚV greindi fyrst frá. Bakarinn hóf störf hjá Ikea árið 2012. Í ráðningarsamningi mannsins var ákvæði þess eðlis að heildarvinnustundir í mánuði væru 184 að meðaltali yfir árið og miðuðust launin við það. Samið var um að bakarinn fengið að taka yfirvinnutíma út með fríi þegar tækifæri gafst. Bakarinn sagði að það hefði reynst erfitt og oftar en ekki hefði hann verið kallaður til vinnu úr fríi vegna anna. sífellt hafi menn verið að hringja í hann í fríi til að spyrja um hvar þetta eða hitt væri keypt og jafnvel hafi hann verið beðinn að koma úr fríi til að vinna. Fyrir dómi sagði bakarinn að einnig hefði hann ekki alltaf fengið lögbundna ellefu stunda hvíld á milli vakta. Þá hafi hann ekki ekki alltaf fengið einn hvíldardag á sjö daga fresti eins og lögbundið sé. Það hafi meðal annars gerst í kringum jól en þá hafi verið mikið um smákökukynningar um helgar. Hafi stefnandi þurft að vera á staðnum til að kenna nýjum krökkum sem voru komnir í hlutavinnu til að fylla á, frysta og kæla smákökur auk þess að baka fyrir bakaríið. Þá upplýsti bakarinn um að almenn ánægja hafi verið með störf hans fyrir Ikea, hann hafi fengið launahækkun umfram gildandi kjarasamninga og bónus vegna mikils álags fyrir jólin. Málsvörn Miklatorgs byggði meðal annars á því að bónusinn og launahækkanir hafi verið vegna umfram vinnuframlags bakarinn.Dómur í málinu féll 24. október síðastliðinn. Var bakarinn talinn hafa sýnt fram á það að hann hefði átt að fá yfirvinnuna greidda aukalega. Þá hafi hann einnig sýnt fram á það að hann hefði ekki fengið 11 klukkustudna frí og ætti því rétt á greiðslu vegna þess auk greiðslna vegna þess að hann fékk ekki lögböðið frí á sjö daga tímabili. Þarf Miklatorg að greiða bakaranum 2,4 milljónir að frádregnum 599.905 krónum sem honum höfðu verið greiddar, samtals um 1,9 milljónir. Þá greiðir Miklatorg 800 þúsund krónur í málskostnað.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira