Fótbolti

Hjörtur og félagar skutust á toppinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hjörtur og félagar hafa unnið fimm leiki í röð.
Hjörtur og félagar hafa unnið fimm leiki í röð. vísir/getty
Það hefur ekkert birt til hjá Randers eftir að Ólafur Kristjánsson hætti sem þjálfari liðsins. Randers tapaði 3-1 fyrir Bröndby í lokaleik 14. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Hannes Þór Halldórsson stóð í marki Randers sem situr á botni dönsku deildarinnar með aðeins átta stig.

Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn fyrir Bröndby sem komst á toppinn með sigrinum í kvöld. Þetta var fimmti sigur liðsins í röð.

Íslendingaliðið Aalesund er í vondum málum í norsku úrvalsdeildinni en liðið steinlá, 4-0, fyrir Lilleström í kvöld.

Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn fyrir Aalesund en Aron Elís Þrándarson kom inn á sem varamaður þegar 19 mínútur voru til leiksloka. Adam Örn Arnarson lék ekki með Aalesund í kvöld.

Aalesund er í fimmtánda og næstneðsta sæti norsku deildarinnar með 26 stig, fimm stigum frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×