Houston Astros og LA Dodgers buðu upp á ótrúlegan íþróttakappleik í fimmta leik liðanna í úrslit bandaríska hafnaboltans, World Series, í nótt.
Astros vann leikinn, 13-12, og þurfti aukalotur til þess að fá sigurvegara í þessum magnaða leik. Astros var 12-9 yfir fyrir lokalotuna en þá náði Dodgers að jafna og setja leikinn í aukalotur.
Hetja Astros í leiknum var svo Alex Bregman er hann tryggði liðinu sigur.
Astros er þar með 3-2 yfir í einvígi liðanna og getur tryggt sér meistaratitilinn í MLB-deildinni aðra nótt. Ef það tekst verður það fyrsti titillinn í sögu félagsins.
Astros einum sigri frá því að vinna World Series
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn


Skelltu sér í jarðarför Hauka
Körfubolti





„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“
Íslenski boltinn

