Fótbolti

Gunnar Heiðar með eitt lengsta nafnið í sögu þýsku deildarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnar Heiðar lék sjö deildarleiki með Hannover 96 tímabilið 2006-07.
Gunnar Heiðar lék sjö deildarleiki með Hannover 96 tímabilið 2006-07. vísir/getty
Þótt Gunnar Heiðar Þorvaldsson hafi aðeins spilað sjö leiki með Hannover 96 í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta á sínum tíma er nafn hans í metabókum þar í landi.

Gunnar Heiðar er nefnilega einn af þeim fimm leikmönnum sem eru með lengsta nafnið í sögu þýsku deildarinnar. Frá þessu var greint á þýsku Twitter-síðu tölfræðiþjónustunnar Opta í dag.

Nafn Gunnars Heiðars er 24 stafir ef Th er notað í staðinn fyrir Þ í föðurnafni hans.

Aðeins tveir leikmenn í sögu þýsku deildarinnar hafa verið með lengra nafn en Eyjamaðurinn.

Það eru þeir Laurentiu-Aurelian Reghecampf (27) og Chrissovalantis Anagnostou (25).

Reghecampf er Rúmeni sem spilaði m.a. með Energie Cottbus og Kaiserslautern. Chrissovalantis Anagnostou er Grikki sem lék allan sinn feril í Þýskalandi.

Gunnar Heiðar, sem er 35 ára, spilaði einkar vel með ÍBV í sumar og skoraði m.a. markið sem tryggði Eyjamönnum bikarmeistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×