Vissi að hver skothvellur „táknaði líklegast líf“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2017 15:30 Frá minningarathöfn í Sutherland Springs í gær. Vísir/AFP „Fólkið í þessari kirkju eru vinir mínir. Þau eru fjölskylda mín. Í hvert sinn sem ég heyrði skothvell vissi ég að það hljóð táknaði líklegast líf.“ Þetta segir 55 ára gamli píparinn Stephen Willeford sem lenti í skotbardaga við Devin Patrick Kelley eftir að hann hafði myrt 26 manns og sært 20 í baptistakirkjunni í Sutherlands Springs í Texas, á sunnudaginn. Willeford særði Kelley sem svipti sig lífi skömmu seinna. Skömmu fyrir árásina var Willeford berfættur á heimili sínu, samkvæmt frétt USA Today, skammt frá kirkjunni. Þegar dóttir hans sagði honum að einhver væri að skjóta í kirkjunni hlóð hann sinn eigin riffil og hljóp út úr húsinu, án þess að fara í skó.Sjá einnig: „Hundruð fleiri hefðu dáið“ ef byssulög væru strangari Þeir sáu hvorn annan fyrir utan kirkjuna og Willeford skaut nokkrum skotum að Kelley, sem hljóp að bíl sínum. Kelley skaut á móti en Willeford var á bak við pallbíl og í góðu skjóli. Þegar Kelley ók á brott stöðvaði Willeford mann sem var að aka eftir götunni og sagði honum hvað hefði gerst og þeir þyrftu að elta Kelley. Að endingu missti Kelley stjórn á bíl sínum sem endaði utan vegar. Willeford fór að bílnum en engin hreyfing var á Kelley. Lögreglan segir að þrjú skotsár hafi fundist á Kelly. Eitt á fæti hans og annað á búknum. Þau tvö voru eftir Willeford en þriðja skotsárið var á höfði Kelley og mun hann hafa svipt sig lífi í bílnum. Hann hafði þá skömmu áður hringt í föður sinn og sagt honum að hann myndi ekki lifa af.Sjá einnig: Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Willeford telur sig þó ekki vera hetju. „Ég var dauðhræddur. Svo sannarlega. Ég var hræddur um mig. Ég var hræddur um alla í kirkjunni og ég var hræddur um fjölskyldu mína sem býr þarna rétt hjá,“ sagði Willeford. „Ég er engin hetja. Ég er það ekki. Ég held að guð minn hafi varið mig og veitt mér þá kunnáttu sem þörf var á til að gera það sem þurfti. Ég óska bara þess að ég hefði komist þangað fyrr en ég vissi ekki...Ég vissi ekki hvað var að gerast.“ Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
„Fólkið í þessari kirkju eru vinir mínir. Þau eru fjölskylda mín. Í hvert sinn sem ég heyrði skothvell vissi ég að það hljóð táknaði líklegast líf.“ Þetta segir 55 ára gamli píparinn Stephen Willeford sem lenti í skotbardaga við Devin Patrick Kelley eftir að hann hafði myrt 26 manns og sært 20 í baptistakirkjunni í Sutherlands Springs í Texas, á sunnudaginn. Willeford særði Kelley sem svipti sig lífi skömmu seinna. Skömmu fyrir árásina var Willeford berfættur á heimili sínu, samkvæmt frétt USA Today, skammt frá kirkjunni. Þegar dóttir hans sagði honum að einhver væri að skjóta í kirkjunni hlóð hann sinn eigin riffil og hljóp út úr húsinu, án þess að fara í skó.Sjá einnig: „Hundruð fleiri hefðu dáið“ ef byssulög væru strangari Þeir sáu hvorn annan fyrir utan kirkjuna og Willeford skaut nokkrum skotum að Kelley, sem hljóp að bíl sínum. Kelley skaut á móti en Willeford var á bak við pallbíl og í góðu skjóli. Þegar Kelley ók á brott stöðvaði Willeford mann sem var að aka eftir götunni og sagði honum hvað hefði gerst og þeir þyrftu að elta Kelley. Að endingu missti Kelley stjórn á bíl sínum sem endaði utan vegar. Willeford fór að bílnum en engin hreyfing var á Kelley. Lögreglan segir að þrjú skotsár hafi fundist á Kelly. Eitt á fæti hans og annað á búknum. Þau tvö voru eftir Willeford en þriðja skotsárið var á höfði Kelley og mun hann hafa svipt sig lífi í bílnum. Hann hafði þá skömmu áður hringt í föður sinn og sagt honum að hann myndi ekki lifa af.Sjá einnig: Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Willeford telur sig þó ekki vera hetju. „Ég var dauðhræddur. Svo sannarlega. Ég var hræddur um mig. Ég var hræddur um alla í kirkjunni og ég var hræddur um fjölskyldu mína sem býr þarna rétt hjá,“ sagði Willeford. „Ég er engin hetja. Ég er það ekki. Ég held að guð minn hafi varið mig og veitt mér þá kunnáttu sem þörf var á til að gera það sem þurfti. Ég óska bara þess að ég hefði komist þangað fyrr en ég vissi ekki...Ég vissi ekki hvað var að gerast.“
Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira