Erlent

Rekinn ráðherra velsku heimastjórnarinnar fannst látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Carl Sargeant var ráðherra samfélags- og barnamála.
Carl Sargeant var ráðherra samfélags- og barnamála. Vísir/Facebook
Carl Sargeant, fyrrverandi ráðherra velsku heimastjórnarinnar, fannst látinn í morgun. Sargeant var rekinn úr velsku heimastjórninni á föstudag í kjölfar ásakana um óæskilega hegðun.

Sargeant var fulltrúi Verkamannaflokksins og hafði verið ráðherra samfélags- og barnamála, en tilkynnt hafði verið að til stæði að hefja rannsókn á hegðun ráðherrans.

Breska ríkisútvarpið greinir frá málinu en ekki hefur verið greint frá því hvers eðlis ásakanirnar eru né hvernig dauða ráðherrans fyrrverandi bar að.

Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, segir þetta skelfilegar og hræðilegar fréttir.

Sargeant lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×