„Hundruð fleiri hefðu dáið“ ef byssulög væru strangari Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2017 12:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur að hundruð fleiri hefði dáið í skotárásinni í Texas á sunnudaginn, ef byssulöggjöf Bandaríkjanna væri strangari. Þetta sagði forsetinn í Suður-Kóreu í dag, þegar hann var spurður hvort að hann væri tilbúinn til að íhuga strangari löggjöf varðandi byssukaup í Bandaríkjunum. Trump virtist argur yfir spurningunni og gaf í skyn að hún væri ekki við hæfi svo stuttu eftir árásina og þar sem þau væru stödd í „hjarta Suður-Kóreu“.Sjá einnig: Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásir 26 létu lífið og 20 særðust á sunnudaginn þegar Devin Patrick Kelley gekk inn í baptistakirkjunna í Sutherlands Springs í Texas, vopnaður þremur byssum, þar af einum hálfsjálfvirkum riffli, og klæddur í skothelt vesti. Kelley skaut 450 skotum í kirkjunni en honum átti ekki að standa til boða að eiga skotvopn. Bandaríska flughernum hafði láðst að greina alríkislögreglunni FBI að Kelley hafi hlotið árs dóm árið 2012 fyrir að hafa beitt eiginkonu sína og barni ofbeldi.„Ef við gerðum það sem þú ert að stinga upp á, hefði það engin áhrif haft fyrir þremur dögum og kannski hefðum við ekki haft þennan mjög svo hugrakka einstakling sem var með byssu eða riffil í bílnum sínum og skaut á hann og særði hann og gekk frá honum. Ég get bara sagt þetta: Ef hann hefði ekki verið með byssu, í stað þess að vera með 26 látna, værum við með hundruð fleiri sem hefðu dáið. Það er mín skoðun. Það mun ekki hjálpa,“ sagði Trump.Samkvæmt frétt Washington Post vitnaði Trump skömmu síðar enn einu sinni til borgarinnar Chicago og sagði ranglega að þar væru ströngustu lög varðandi byssueign í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Segir vandamálið varða geðheilbrigði, ekki byssur Sömuleiðis má benda á það að þegar Kelley lenti í skotbardaga við heimamanninn Stephen Willeford var hann á leið úr kirkjunni eftir árásina og var hann búinn með öll þau 450 skot sem hann tók með sér í riffil sinn. Eins og áður segir var hann þó með tvær byssur til viðbótar og notaði hann aðra þeirra til að svipta sig lífi skömmu seinna, eftir að Willeford hafði sært hann.Yfirlit yfir mannskæðustu skotárásir Bandaríkjanna.Vísir/GraphicNews Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Kelley hafði rifist við tengdamóður sína Devin Patrick Kelley, sem sagður er hafa myrt 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær, var með þrjár byssur þrátt fyrir að vera ekki með byssuleyfi. 6. nóvember 2017 16:45 Árásarmaðurinn í Texas hafði áður hlotið dóm fyrir að brjóta höfuðkúpu stjúpsonar síns Kelley var rekinn úr hernum með vansæmd eftir árás á eiginkonu sína og stjúpson. 6. nóvember 2017 23:34 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Lögregla staðfesti í gær að Kelley hafi sent tengdamóður sinni hótanir í textaskilaboðum, en hún var tíður gestur í kirkjunni þar sem ódæðið var framið. 7. nóvember 2017 10:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur að hundruð fleiri hefði dáið í skotárásinni í Texas á sunnudaginn, ef byssulöggjöf Bandaríkjanna væri strangari. Þetta sagði forsetinn í Suður-Kóreu í dag, þegar hann var spurður hvort að hann væri tilbúinn til að íhuga strangari löggjöf varðandi byssukaup í Bandaríkjunum. Trump virtist argur yfir spurningunni og gaf í skyn að hún væri ekki við hæfi svo stuttu eftir árásina og þar sem þau væru stödd í „hjarta Suður-Kóreu“.Sjá einnig: Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásir 26 létu lífið og 20 særðust á sunnudaginn þegar Devin Patrick Kelley gekk inn í baptistakirkjunna í Sutherlands Springs í Texas, vopnaður þremur byssum, þar af einum hálfsjálfvirkum riffli, og klæddur í skothelt vesti. Kelley skaut 450 skotum í kirkjunni en honum átti ekki að standa til boða að eiga skotvopn. Bandaríska flughernum hafði láðst að greina alríkislögreglunni FBI að Kelley hafi hlotið árs dóm árið 2012 fyrir að hafa beitt eiginkonu sína og barni ofbeldi.„Ef við gerðum það sem þú ert að stinga upp á, hefði það engin áhrif haft fyrir þremur dögum og kannski hefðum við ekki haft þennan mjög svo hugrakka einstakling sem var með byssu eða riffil í bílnum sínum og skaut á hann og særði hann og gekk frá honum. Ég get bara sagt þetta: Ef hann hefði ekki verið með byssu, í stað þess að vera með 26 látna, værum við með hundruð fleiri sem hefðu dáið. Það er mín skoðun. Það mun ekki hjálpa,“ sagði Trump.Samkvæmt frétt Washington Post vitnaði Trump skömmu síðar enn einu sinni til borgarinnar Chicago og sagði ranglega að þar væru ströngustu lög varðandi byssueign í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Segir vandamálið varða geðheilbrigði, ekki byssur Sömuleiðis má benda á það að þegar Kelley lenti í skotbardaga við heimamanninn Stephen Willeford var hann á leið úr kirkjunni eftir árásina og var hann búinn með öll þau 450 skot sem hann tók með sér í riffil sinn. Eins og áður segir var hann þó með tvær byssur til viðbótar og notaði hann aðra þeirra til að svipta sig lífi skömmu seinna, eftir að Willeford hafði sært hann.Yfirlit yfir mannskæðustu skotárásir Bandaríkjanna.Vísir/GraphicNews
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Kelley hafði rifist við tengdamóður sína Devin Patrick Kelley, sem sagður er hafa myrt 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær, var með þrjár byssur þrátt fyrir að vera ekki með byssuleyfi. 6. nóvember 2017 16:45 Árásarmaðurinn í Texas hafði áður hlotið dóm fyrir að brjóta höfuðkúpu stjúpsonar síns Kelley var rekinn úr hernum með vansæmd eftir árás á eiginkonu sína og stjúpson. 6. nóvember 2017 23:34 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Lögregla staðfesti í gær að Kelley hafi sent tengdamóður sinni hótanir í textaskilaboðum, en hún var tíður gestur í kirkjunni þar sem ódæðið var framið. 7. nóvember 2017 10:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14
Kelley hafði rifist við tengdamóður sína Devin Patrick Kelley, sem sagður er hafa myrt 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær, var með þrjár byssur þrátt fyrir að vera ekki með byssuleyfi. 6. nóvember 2017 16:45
Árásarmaðurinn í Texas hafði áður hlotið dóm fyrir að brjóta höfuðkúpu stjúpsonar síns Kelley var rekinn úr hernum með vansæmd eftir árás á eiginkonu sína og stjúpson. 6. nóvember 2017 23:34
Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15
Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Lögregla staðfesti í gær að Kelley hafi sent tengdamóður sinni hótanir í textaskilaboðum, en hún var tíður gestur í kirkjunni þar sem ódæðið var framið. 7. nóvember 2017 10:30