Erlent

Mikill eldur í miðborg Stokkhólms

Atli Ísleifsson skrifar
Húsið stendur við Jakobsbergsgatan, þar sem Biblioteksgatan sker götuna.
Húsið stendur við Jakobsbergsgatan, þar sem Biblioteksgatan sker götuna. Vísir/EPA
Mikill eldur kom upp í íbúðahúsi steinsnar frá Stureplan í miðborg Stokkhólms í nótt. Tveir hafa verið fluttir á sjúkrahús vegna reykeitrunar og er búið að girða af stórt svæði í kringum bygginguna. Framkvæmdir hafa þar staðið yfir að undanförnu.

Expressen hefur eftir lögreglu að möguleiki sé á að um íkveikju hafi verið að ræða.

Tilkynnt var um eldinn um klukkan fimm að staðartíma í morgun og segir í sænskum miðlum að nokkra klukkutíma kunni að taka að slökkva eldinn. Alls eru milli sextíu og sjötíu slökkviliðsmenn að störfum á staðnum.

Húsið stendur við Jakobsbergsgatan, þar sem Biblioteksgatan sker götuna.

Lögregla bað í morgun fólk um að halda sig innandyra og loka gluggum. Lokunin hefur haft mikil áhrif á morgunumferðina í miðborg sænsku höfuðborgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×