Erlent

Réðust inn á skrifstofur sjónvarpsstöðvar

Atli Ísleifsson skrifar
Rúmlega hundrað manns eru taldir vera í byggingunni.
Rúmlega hundrað manns eru taldir vera í byggingunni. Vísir/EPA
Vígamenn réðust í morgun inn á skrifstofur sjónvarpsstöðvar í afgönsku höfuðborginni Kabúl og herma fyrstu fregnir að nokkrir hafi verið skotnir til bana og fleiri særðir.

Í frétt BBC er haft eftir vitnum að árásarmennirnir hafi hent handsprengjum og skotið af byssum þegar þeir fóru inn í höfuðstöðvar Shamshad-sjónvarpsstöðvarinnar.

Fréttamaður stöðvarinnar sem náði að flýja bygginguna segir í samtali við BBC að árásarmennirnir séu enn inni í húsinu og að byssuskot heyrist í sífellu.

Rúmlega hundrað manns eru taldir vera í byggingunni en óljóst er hverjir standa að baki árásinni. Kabúl hefur síðustu mánuði orðið fyrir fjölmörgum árásum Talíbana og liðsmanna ISIS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×