Erlent

Drengir létust þegar bíll endaði inni í skólastofu í Sydney

Atli Ísleifsson skrifar
Ekkert þykir benda til að bílstjórinn hafi ætlað sér að aka inn í skólastofuna.
Ekkert þykir benda til að bílstjórinn hafi ætlað sér að aka inn í skólastofuna. Vísir/EPA
Tveir átta ára drengir létu lífið þegar bílstjóri í Sydney í Ástralíu missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að bíllinn endaði inni í skólastofu drengjanna þar sem þeir sátu við lestur.

Þrjár bekkjarsystur þeirra eru einnig á sjúkrahúsi og flest barnanna í bekknum þurftu á einhvers konar læknisaðstoð að halda en alls voru nítján börn ásamt kennara sínum í skólastofunni þegar slysið varð.

Konan sem ók bílnum er á sextugsaldri og var flutt á lögreglustöð en ekkert þykir benda til að hún hafi ætlað sér að aka inn í skólastofuna.

Slysið varð klukkan 9:45 að staðartíma við Banksia Road Public School í hverfinu Greenacre í vesturhluta Sydney.

Sjónarvotturinn Khaled Arnaout segir í samtali við Sydney Morning Herald að hann hafi séð stórt gat í útveggnum í færanlegu kennslustofunni eftir að hafa heyrt mikil óp. „Kennarar og allir aðrir hlupu um. Það var blóð og krakkar á gólfinu, þeir lágu og öskruðu,“ segir Arnaout.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×