Andri Rúnar: Var með tilboð frá Suður-Kóreu, Suður-Afríku og Kasakstan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2017 17:00 Andri Rúnar Bjarnason. Mynd/Twitter/@HelsingborgsIF Markakóngurinn Andri Rúnar Bjarnason skrifaði um helgina undir tveggja ára samning við sænska b-deildarliðið Helsingborg. Hann fékk þó tilboð frá öllum heimshornum eins og hann sagði frá í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í dag. Andri Rúnar jafnaði markametið í Pepsi-deildinni í sumar með því að skora 19 mörk fyrir nýliða Grindavíkur í 22 leikjum og var kosinn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar af KSÍ. Hann er nú einn af fimm leikmönnum sem hafa náð að skora svo mörg mörk á einu tímabili í efstu deild. „Það voru nokkrir hlutir sem spiluðu inn í. Mér fannst fyrir eitt það mjög skemmtilegt að þjálfarinn gerði sér ferð til Íslands til að horfa á mig spila. Hann sjálfur var því mjög áhugasamur. Þetta er líka risaklúbbur og ég er ekkert viss um að fólk átti sig á því hversu stór klúbbur þetta er.,“ sagði Andri Rúnar í viðtalinu við Hjört í Akraborginni. „Ég vissi að þetta væri stór klubbur en ég áttaði mig ekki almennilega á því fyrr en ég fór þangað um helgina. Ég sá þá umgjörðina og allt þarna í kring og þetta er bara risastórt dæmi,“ sagði Andri Rúnar en liðið er þó ekki í efstu deild í Svíþjóð. „Ég reikna ekki með því að Helsingborg verði lengi í þessari deild miðað við þann metnað sem er þarna. Ég held að það sé bara gott að taka þátt í þessu verkefni með þeim, stilla mig inn og taka síðan úrvalsdeildina með þeim af krafti líka,“ sagði Andri Rúnar en hann átti möguleika að fara annað og þá á framandi staði. „Ég sá fyrir mér að það væri meira endastöð ferilsins og var ekki að sjá einhver spennandi skref í boði eftir það. Maður er svolítið að veðja á sjálfan mig og finnst ég eiga helling inni. Ég vil ekki vera að fara í svona framandi dæmi þegar mér finnst ég helling eftir að sanna,“ sagði Andri Rúnar en hvaðan komu þessi tilboð. „Það var lið í Suður-Kóreu, lið frá Kasakastan og lið í Suður-Afríku,“ sagði Andri Rúnar sem dæmi um þessi fjölbreyttu tillboð. „Það hefði verið ágætis peningur í þessu en það var ekki það sem mér fannst það rétta í stöðunni. Ég á helling af árum eftir og er bara mjög spenntur fyrir Helsingborg á þessum tímapunkti á ferlinum,“ sagði Andri Rúnar en það má hlusta á allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan. Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Sjá meira
Markakóngurinn Andri Rúnar Bjarnason skrifaði um helgina undir tveggja ára samning við sænska b-deildarliðið Helsingborg. Hann fékk þó tilboð frá öllum heimshornum eins og hann sagði frá í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í dag. Andri Rúnar jafnaði markametið í Pepsi-deildinni í sumar með því að skora 19 mörk fyrir nýliða Grindavíkur í 22 leikjum og var kosinn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar af KSÍ. Hann er nú einn af fimm leikmönnum sem hafa náð að skora svo mörg mörk á einu tímabili í efstu deild. „Það voru nokkrir hlutir sem spiluðu inn í. Mér fannst fyrir eitt það mjög skemmtilegt að þjálfarinn gerði sér ferð til Íslands til að horfa á mig spila. Hann sjálfur var því mjög áhugasamur. Þetta er líka risaklúbbur og ég er ekkert viss um að fólk átti sig á því hversu stór klúbbur þetta er.,“ sagði Andri Rúnar í viðtalinu við Hjört í Akraborginni. „Ég vissi að þetta væri stór klubbur en ég áttaði mig ekki almennilega á því fyrr en ég fór þangað um helgina. Ég sá þá umgjörðina og allt þarna í kring og þetta er bara risastórt dæmi,“ sagði Andri Rúnar en liðið er þó ekki í efstu deild í Svíþjóð. „Ég reikna ekki með því að Helsingborg verði lengi í þessari deild miðað við þann metnað sem er þarna. Ég held að það sé bara gott að taka þátt í þessu verkefni með þeim, stilla mig inn og taka síðan úrvalsdeildina með þeim af krafti líka,“ sagði Andri Rúnar en hann átti möguleika að fara annað og þá á framandi staði. „Ég sá fyrir mér að það væri meira endastöð ferilsins og var ekki að sjá einhver spennandi skref í boði eftir það. Maður er svolítið að veðja á sjálfan mig og finnst ég eiga helling inni. Ég vil ekki vera að fara í svona framandi dæmi þegar mér finnst ég helling eftir að sanna,“ sagði Andri Rúnar en hvaðan komu þessi tilboð. „Það var lið í Suður-Kóreu, lið frá Kasakastan og lið í Suður-Afríku,“ sagði Andri Rúnar sem dæmi um þessi fjölbreyttu tillboð. „Það hefði verið ágætis peningur í þessu en það var ekki það sem mér fannst það rétta í stöðunni. Ég á helling af árum eftir og er bara mjög spenntur fyrir Helsingborg á þessum tímapunkti á ferlinum,“ sagði Andri Rúnar en það má hlusta á allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Sjá meira