Erlent

Oxford Street verði göngugata á næsta ári

Atli Ísleifsson skrifar
Svona sér borgarstjóri Lundúna Oxford Street fyrir sér.
Svona sér borgarstjóri Lundúna Oxford Street fyrir sér. Borgarstjóri Lundúna
Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, hefur lagt fram áætlun um að stór hluti af verslunargötunni Oxford Street verði gerður að göngugötu fyrir desember á næsta ári.

Í færslu á Facebook segir Khan að um 800 metra kafli, frá Oxford Circus að Orchard Street kunni að verða að breiðstræti fyrir gangandi vegfarendur, laust við bílaumferð.

Hann vonast til að áætlunin kunni að verða að veruleika á sama tíma og nýja neðanjarðarlestarlínan í borginni, Elizabeth Line, opnar í desember 2018.

Í frétt BBC kemur fram að rúmlega fjórar milljónir manna leggi leið sína á Oxford Street í viku hverri. Samkvæmt áætluninni á að loka fyrir allri umferð í vestur/austurátt, en áfram verði opið fyrir umferð á einhverjum stöðum í norður/suðurátt.

Áætlunin gerir ekki ráð fyrir að göngugatan verði opin fyrir hjólafólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×