Erlent

Óeirðir brutust út í yfirfullu fangelsi á Filippseyjum

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Fangaklefi í Quezon fangelsinu. Fangarnir þurfa að skiptast á að sofa á þeim svæðum þar sem hægt er að liggja.
Fangaklefi í Quezon fangelsinu. Fangarnir þurfa að skiptast á að sofa á þeim svæðum þar sem hægt er að liggja. Vísir/EPA
Tveir létust og að minnsta kosti tíu slösuðust þegar óeirðir brutust út í fangelsi á Filippseyjum í dag. Átök brutust út á milli tveggja glæpagengja eftir að vatnsfata valt um koll. Hélt annað gengið að hitt hefði vísvitandi velt fötunni til að skvetta á sig. Ýmsum hlutum var beitt í átökunum. Til að mynda notuðu fangarnir grjót og stóla.

Fangelsið hýsir nú um 3.400 fanga en var byggt fyrir 800. Forseti Filippseyja, Rodrigos Dutertes, hefur að undanförnu refsað eiturlyfjasölum og fíklum harkalega og eru því öll fangelsi yfirfull. Þá hefur hann drepið mörg þúsund einstaklinga í herferð sinni gegn eiturlyfjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×