Erlent

Farþegar ósáttir með óvænta kántrí tónleika flugfélags

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Sitt sýnist hverjum um uppátæki flugfélagsins.
Sitt sýnist hverjum um uppátæki flugfélagsins. Vísir/Getty
Í síðustu viku tilkynnti bandaríska flugfélagið Southwest Airlines að það muni reglulega vera með óvænta tónleika í flugferðum sínum. Flugfélagið skrifaði undir samning við plötufyrirtækið Warner Music Nashville þess efnis en Southwest Airlines hefur áður starfað með útgáfufyrirtækinu og fengið tónlistarmenn á vegum þess til að flytja farþegum tónlist á meðan á flugi stendur.

Einungis er um kántrí tónlistarmenn að ræða og er því betra að kunna að meta slíka tónlist ef maður hyggst kaupa flug með flugfélaginu.

Fjölmargir hafa tjáð skoðun sína á samningnum á samfélagsmiðlum síðustu daga. Fjölmiðillinn Vice skrifaði frétt um uppátækið með fyrirsögninni: „Flugfélagið SouthWest Airlines mun reglulega neyða farþega sem komast hvergi til að hlusta á tónlist.“ Þá veltu margir fyrir sér hvernig hægt sé að koma fyrir hljómsveit í lítilli flugvél.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort fyrirkomulagið hafi haft áhrif á farþegafjölda flugfélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×