Erlent

Segja að sádi-arabíski herinn hafi stöðvað flugskeyti frá Jemen

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Bandaríkin aðstoða fjölþjóðaher leiddan af Sádi Arabíu í stríðinu gegn Hútum í Jemen.
Bandaríkin aðstoða fjölþjóðaher leiddan af Sádi Arabíu í stríðinu gegn Hútum í Jemen. Vísir/AFP
Sprenging heyrðist skammt frá flugvellinum í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu, í kvöld en talið er að sádi-arabíski herinn hafi stöðvað flugskeyti sem skotið var frá Jemen. BBC greinir frá.

Fjölmiðillinn Al-Arabiya hefur eftir talsmönnum frá hernum að þeir hafi stöðvað flugskeytið norðaustur af borginni. Sjónvarpsstöð sem er með tengsl við uppreisnarsveitir Húta í Jemen segir að flugskeytinu hafi verið skotið frá flugvelli í Jemen.

Hersveitir Sádi-Arabíu hafa áður skotið niður flugskeyti frá Hútum. Borgarastyrjöld geisar í Jemen á milli hersveita sem styðja ríkisstjórn Abdrabbuh Mansour, forseta landsins, og þeirra sem styðja uppreisnarsveitir Húta. Sádi-Arabía leiðir hernaðaraðgerðir gegn Hútum með stuðningi frá Bandaríkjunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×