Erlent

Minnst nítján látnir í fellibyl í Víetnam

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Í síðasta mánuði létust um áttatíu manns í óveðri í landinu.
Í síðasta mánuði létust um áttatíu manns í óveðri í landinu. Vísir/AFP
Minnst nítján eru látnir eftir að fellibylurinn Damrey reið yfir mið- og suðurhluta Víetnam í dag. Damrey kom á land klukkan fjögur að staðartíma og er flokkaður sem annars stigs fellibylur. Reuters greinir frá.

Á annan tug er saknað en rúmlega 370 íbúðarhús hafa eyðilagst. Þá hafa rúmlega 100 bátar sokkið í óveðrinu. Rafmagn er farið af stórum svæðum í landinu og miklar skemmdir eru á vegum. Flugsamgöngur liggja niðri víða í landinu.

Fellibylurinn kom á land nálægt borginni Nha Trang, sem er um fimm hundruð kílómetra suður af borginni Danang, þar sem leiðtogafundur Efnahagssamvinnuráðs Asíu- og Kyrrahafsríkja, APEC, verður haldinn í næstu viku. Donald Trump Bandaríkljaforseti, Xi Jinping, forseti Kína, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, verða meðal gesta á fundinum.

Í síðasta mánuði létust tæplega 80 manns í óveðri í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×