Erlent

Bush kallar Trump gortara í nýrri bók

Þórdís Valsdóttir skrifar
Feðgarnir leyna ekki óanægju sinni með núverandi forsetann.
Feðgarnir leyna ekki óanægju sinni með núverandi forsetann. Vísir/Getty
Feðgarnir George H.W. Bush og George W. Bush, fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna eru ekki aðdáendur Donalds Trump. Þeir greina frá sinni skoðun á forsetanum í nýrri bók sem kemur út síðar í mánuðinum.

Fyrrum forsetarnir ræddu við höfund bókarinnar, Mark K. Updegrove. Bókin ber heitið „The Last Republicans“ og fjallar um samband þeirra feðga.

Bush eldri kallar Trump „blowhard“ eða gortara á góðri íslensku í bókinni og segist ekki líka vel við hann. Þá staðfestir hann einnig að hann hafi kosið Hillary Clinton í forsetakosningunum á síðasta ári.

Bush yngri segir Trump ýta undir reiði á meðal almennings og að hann hafi engan skilning á forsetaembættinu.  George  W. Bush kveðst hvorki hafa kosið Trump né Clinton í forsetakosningunum.

Trump lét ekki sitt eftir liggja en í yfirlýsingu frá forsetanum í dag skýtur hann á feðgana með því að segja að Íraksstríðið hafi verið ein verstu mistök í utanríkismálum Bandaríkjanna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×