Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. nóvember 2017 07:00 Stjórnmálamenn ræddu innviði samfélagsins í sveitinni hjá Sigurði Inga og frú. vísir/Ernir „Við tökum bara einn dag í einu,“ segir Katrín Jakobsdóttir um framhaldið og næstu daga stjórnarmyndunarviðræðna Vinstri grænna, Framsóknarflokksins, Samfylkingar og Pírata. „Við erum bara að setja grunninn núna yfir helgina svo tökum við stöðuna á mánudaginn og sjáum hvort við klárum þetta eða ekki.“ Katrín segir viðfangsefni dagsins hafa verið þessi helstu uppbyggingarmál, skilgreining verkefna og farið var yfir þau mál sem helst skilur flokkana að. Hópurinn hittist aftur eftir hádegi í dag. Uppbygging helstu innviða eru fyrirferðarmest í stjórnarmyndunarviðræðunum. Ágætur samhljómur er meðal flokkanna um þá uppbyggingu en áherslur um tekjuöflunarleiðir og fjármögnun hennar eru ólíkari og skiptar skoðanir um hvort og að hvaða marki eigi að nota afgang af ríkisrekstri og arðgreiðslur frá ríkisfyrirtækjum og hvort hækka eigi veiðigjöld og innheimta skuli hátekjuskatt.Ágúst ÓlafurFréttablaðið ræddi við þingmenn þeirra flokka sem eiga í viðræðum um myndun ríkisstjórnar, um hvað felist í ‚uppbyggingu innviða‘ sem óhætt er að segja að hafi verið vinsælasta hugtak nýafstaðinna kosninga. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæslan, húsnæðismálin, vegakerfið og almenningssamgöngurnar. Þetta eru innviðirnir sem þeim eru hugleiknastir. „Innviðir eru það sem gera okkur að samfélagi,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar „Einkamarkaðurinn sér ekki hag sinn í að fjárfesta í þessum innviðum að því marki sem nauðsynlegt er og þess vegna þarf hið opinbera að gera það.“ Ágúst segir fjárfestingu í innviðum hagkvæma og það auki almenna velsæld samfélaga að hið opinbera setji fé í helstu innviði eins og skóla, spítala, almenningssamgöngur og löggæslu. „Við eigum ekki að líta á innviðauppbyggingu sem kostnað og fjárútlát heldur er þetta fjárfesting sem skilar aukinni velmegun og hagkvæmni,“ segir Ágúst. „Þegar við erum að tala um uppbyggingu innviða erum við í rauninni að tala um að setja aukið fjármagn í grunnreksturinn. Rekstur heilbrigðisþjónustunnar hefur verið vanfjármagnaður hingað til og hið sama má segja um menntamálin,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna. Aðspurð segja þau helsta verkefnið lúta að launum og aðbúnaði starfsfólks enda mannekla eitt af stóru vandamálunum sérstaklega í heilbrigðisþjónustunni. Þau eru einnig sammála um að Ísland þurfi að ná að hífa sig upp úr botnsætinu í samanburði við önnur Evrópsk OECD ríki í hlutfallslegu fé til innviðauppbyggingar í heilbrigðisþjónustu. Þá þurfi uppbygging þessara innviða að fara fram um landið allt. „Aðstöðumunurinn er svo misjafn,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins. „Jafnvel þótt við getum ekki haft færustu sérfræðinga um allt landið þá þarf að finna lausnir á aðstöðumun þeirra sem búa á afskekktari stöðum. Jafnvel þótt við getum ekki gert kröfu um fæðingaþjónustu á Hvammstanga, þurfum við að huga að þeim aðstöðumun sem íbúar þar búa við og það er hluti af því að styrkja innviðina,“ segir Ásmundur. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata nefnir einnig húsnæðismálin. „Húsnæðismálin eru líka mikilvægir innviðir og til að leysa húsnæðisvandann þarf fyrst og fremst að bregðast við eftirspurninni. Það þarf að byggja miklu meira og leggja meiri áherslu á heilbrigðan leigumarkað,“ segir Björn Leví. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Við tökum bara einn dag í einu,“ segir Katrín Jakobsdóttir um framhaldið og næstu daga stjórnarmyndunarviðræðna Vinstri grænna, Framsóknarflokksins, Samfylkingar og Pírata. „Við erum bara að setja grunninn núna yfir helgina svo tökum við stöðuna á mánudaginn og sjáum hvort við klárum þetta eða ekki.“ Katrín segir viðfangsefni dagsins hafa verið þessi helstu uppbyggingarmál, skilgreining verkefna og farið var yfir þau mál sem helst skilur flokkana að. Hópurinn hittist aftur eftir hádegi í dag. Uppbygging helstu innviða eru fyrirferðarmest í stjórnarmyndunarviðræðunum. Ágætur samhljómur er meðal flokkanna um þá uppbyggingu en áherslur um tekjuöflunarleiðir og fjármögnun hennar eru ólíkari og skiptar skoðanir um hvort og að hvaða marki eigi að nota afgang af ríkisrekstri og arðgreiðslur frá ríkisfyrirtækjum og hvort hækka eigi veiðigjöld og innheimta skuli hátekjuskatt.Ágúst ÓlafurFréttablaðið ræddi við þingmenn þeirra flokka sem eiga í viðræðum um myndun ríkisstjórnar, um hvað felist í ‚uppbyggingu innviða‘ sem óhætt er að segja að hafi verið vinsælasta hugtak nýafstaðinna kosninga. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæslan, húsnæðismálin, vegakerfið og almenningssamgöngurnar. Þetta eru innviðirnir sem þeim eru hugleiknastir. „Innviðir eru það sem gera okkur að samfélagi,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar „Einkamarkaðurinn sér ekki hag sinn í að fjárfesta í þessum innviðum að því marki sem nauðsynlegt er og þess vegna þarf hið opinbera að gera það.“ Ágúst segir fjárfestingu í innviðum hagkvæma og það auki almenna velsæld samfélaga að hið opinbera setji fé í helstu innviði eins og skóla, spítala, almenningssamgöngur og löggæslu. „Við eigum ekki að líta á innviðauppbyggingu sem kostnað og fjárútlát heldur er þetta fjárfesting sem skilar aukinni velmegun og hagkvæmni,“ segir Ágúst. „Þegar við erum að tala um uppbyggingu innviða erum við í rauninni að tala um að setja aukið fjármagn í grunnreksturinn. Rekstur heilbrigðisþjónustunnar hefur verið vanfjármagnaður hingað til og hið sama má segja um menntamálin,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna. Aðspurð segja þau helsta verkefnið lúta að launum og aðbúnaði starfsfólks enda mannekla eitt af stóru vandamálunum sérstaklega í heilbrigðisþjónustunni. Þau eru einnig sammála um að Ísland þurfi að ná að hífa sig upp úr botnsætinu í samanburði við önnur Evrópsk OECD ríki í hlutfallslegu fé til innviðauppbyggingar í heilbrigðisþjónustu. Þá þurfi uppbygging þessara innviða að fara fram um landið allt. „Aðstöðumunurinn er svo misjafn,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins. „Jafnvel þótt við getum ekki haft færustu sérfræðinga um allt landið þá þarf að finna lausnir á aðstöðumun þeirra sem búa á afskekktari stöðum. Jafnvel þótt við getum ekki gert kröfu um fæðingaþjónustu á Hvammstanga, þurfum við að huga að þeim aðstöðumun sem íbúar þar búa við og það er hluti af því að styrkja innviðina,“ segir Ásmundur. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata nefnir einnig húsnæðismálin. „Húsnæðismálin eru líka mikilvægir innviðir og til að leysa húsnæðisvandann þarf fyrst og fremst að bregðast við eftirspurninni. Það þarf að byggja miklu meira og leggja meiri áherslu á heilbrigðan leigumarkað,“ segir Björn Leví.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira