„Við sjáum skýr merki um aukna rafrettunotkun ungmenna og við teljum að þarna sé hópur ungmenna að sækja í þetta sem hefur annars ekki verið að reykja tóbak," segir Jón Páll.

„Svo hefur maður heyrt frá foreldrum sem vilja vera málefnalegir og ekki bara með hnefann á lofti að umræðan komi aftan að þeim þegar börnin fara að spyrja hvað þeim finnst um rafrettur. Menn vilja vera málefnalegir en skortir haldbær rök í málinu og rannsóknir.“
Jón Páll kallar eftir forvarnarstefnu frá landlæknisembættinu og upplýsingaherferð um rafrettur og hvaða áhrif þær hafa á heilsuna.
„Því goðsögnin er að þetta sé skaðlaust og það er undir þeim formerkjum sem að ég hef áhyggjur af því að krakkarnir kynnist þessu," segir hann.

„Þessar búðir eru þarna og það er verið að selja rafrettur og vökvann í þær - og í rauninnier enginn að taka á því beint. Það er mjög aðkallandi að við fáum skýran ramma um rafsígarettur," segir Viðar og kastar boltanum til stjórnvalda.