Erlent

Stöðvuðu mann vopnaðan hnífum með rafbyssu

Samúel Karl Ólason skrifar
Þegar þeir mættu á vettvang gekk Tesfalem hinn rólegasti á móti lögregluþjónunum með tvo hnífa í höndunum.
Þegar þeir mættu á vettvang gekk Tesfalem hinn rólegasti á móti lögregluþjónunum með tvo hnífa í höndunum.
Lögreglan hefur birt myndband af því hvernig lögregluþjónar handtóku hinn tuttugu ára gamla Aron Tesfalem í byrjun október. Lögregluþjónar voru kallaðir til íbúðablokkar eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann þar. Þegar þeir mættu á vettvang gekk Tesfalem hinn rólegasti á móti lögregluþjónunum með tvo hnífa í höndunum.

Lögregluþjónarnir miðuðu byssum sínum á hann og bökkuðu rólega. Þeir kölluðu einnig ítrekað á hann og skipuðu honum að leggja frá sér hnífana. Tesfalem brást ekki við þeim skipunum og hélt göngu sinni áfram.

Það endaði með því að annar lögregluþjónninn tók upp rafbyssu og skaut hann. Þannig yfirbuguðu þeir Tesfalem, sem hefur verið dæmdur til árs fangelsisvistar en hann hélt því fram að hann hefði ekki skilið skipun lögregluþjónanna samkvæmt frétt Sky News.



Atvikið átti sér stað þann 3. október og Tesfalem sagði lögreglunni að hann hefði verið reiður vegna tölvu sem hann hefði borgað fyrir en ekki fengið.

Hér má svo sjá útgáfu af myndbandinu sem hefur verið lýst upp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×