Erlent

Konur tala miklu minna

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Á síðasta þingi talaði meðalþingmaðurinn á Íslandi í 5 klst. 24 mín. og 58 sek.
Á síðasta þingi talaði meðalþingmaðurinn á Íslandi í 5 klst. 24 mín. og 58 sek. Vísir/ernir
Af þeim 334 mínútum sem sveitarstjórnarmenn, 30 karlar og 35 konur, í Örebro í Svíþjóð töluðu í á fundum í ágúst höfðu karlar orðið í 222 mínútur en konur í 112 mínútur.

Þetta eru niðurstöður könnunar sem jafnréttisnefnd sveitarfélagsins lét gera. Niðurstöðurnar komu ekki á óvart og nú á að mæla ræðutímann á fleiri fundum til að fá betri sýn á stöðuna.

Sænska ríkisútvarpið hefur það eftir sérfræðingi í ræðumennsku að það að konur séu álitnar frekjur láti þær jafnmikið að sér kveða og karlar kunni að spila inn í. Það að kvenkyns stjórnmálamenn tali minna geti jafnvel verið lýðræðislegt vandamál. Hins vegar sé það ekki alltaf jafnsannfærandi að tala lengi og mikið. Það sem maður segir sé mikilvægara en hversu lengi maður talar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×