Erlent

Dæmdir barnaníðingar brennimerktir í vegabréfinu

Atli Ísleifsson skrifar
Vegabréf dæmdra verða gerð ógild og munu þeir þurfa að sækja um ný.
Vegabréf dæmdra verða gerð ógild og munu þeir þurfa að sækja um ný. Vísir/Getty
Brátt verða Bandaríkjamenn sem hafa gerst sekir um kynferðisbrot gegn börnum merktir sem slíkir í vegabréfum sínum. CBS News greinir frá.

Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur greint frá því að vegabréf manna sem hafi brotið gegn börnum verði gerð ógild og að viðkomandi munu neyðast til að sækja um ný vegabréf. Í þeim verði að finna textinn: „Hefur hlotið dóm fyrir kynferðisbrot gegn barni“.

Þeir dæmdu kynferðisbrotamenn sem aldrei hafa átt vegabréf og sækja um slíkt í fyrsta sinn munu einnig fá vegabréf með umræddum texta.

Vísað er í lög sem samþykkt voru árið 2016 og er markmiðið að stemma stigu við að barnaníðingar ferðist um heiminn og brjóti þar gegn börnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×