Erlent

May skipar nýjan varnarmálaráðherra

Atli Ísleifsson skrifar
Gavin Williamson tók sæti á breska þinginu 2010.
Gavin Williamson tók sæti á breska þinginu 2010. Vísir/AFP
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur skipað Gavin Williamson nýjan varnarmálaráðherra landsins í kjölfar afsagnar Sir Michael Fallon í gær.

Fallon sagði af sér eftir ásakanir um að hann hafi áreitt fréttakonu kynferðislega árið 2002. Á fréttamannafundi sagði Fallon að hann hafi ekki staðið undir þeim miklu kröfum sem gerðar eru til manns í hans stöðu.

Hinn 41 árs gamli Williamson hefur að undanförnu starfað sem þingflokksformaður (e. chief whip) Íhaldsmanna á breska þinginu. Hann hefur átt sæti á breska þinginu frá árinu 2010 sem þingmaður South Staffordshire.

Fallon er fyrsti maðurinn til að segja af sér vegna umræðu síðustu daga um kynferðislega áreitni á breska þinginu.


Tengdar fréttir

Ráðherra hættir vegna áreitni

Bretland Sir Michael Fallon, varnarmálaráðherra Breta og æðsti yfirmaður hersins, hefur beðist lausnar. Talsmaður hans staðfesti í gær að blaðakona hefði kvartað undan honum fyrir að hafa lagt hönd á hnéð á henni í kvöldverði árið 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×