Erlent

Ekkert gengur að mynda stjórn á Norður-Írlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Michelle O'Neill, leiðtogi Sinn Féin, og Gerry Adams, forseti Sinn Féin.
Michelle O'Neill, leiðtogi Sinn Féin, og Gerry Adams, forseti Sinn Féin. Vísir/AFP
Viðræður um stjórnarmyndun á Norður-Írlandi hafa siglt í strand eftir að fulltrúum Sinn Féin og Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) mistókst að ná samkomulagi.

Michelle O'Neill, leiðtogi Sinn Féin, segist vonsvikin með að viðræður síðustu vikna hafi ekki skilað árangri „Við höfum gert okkar besta til að vera sveigjanleg,“ segir O’Neill.

Samkvæmt samkomulagi frá árinu 1998 eiga flokkarnir að stýra Norður-Írlandi saman, en takist það ekki á breska ríkisstjórnin að stýra landinu beint.

O’Neill segist þó reiðubúin að taka upp viðræður að nýju, en landið hefur ekki verið með starfandi heimastjórn síðustu tíu mánuði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×