Ráðherra í starfsstjórn gæti skipað nýjan ferðamálastjóra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2017 15:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála í starfsstjórn. Svo gæti farið að hún skipi nýjan ferðamálastjóra til næstu fimm ára. vísir/ernir Hæfnisnefnd sem skipuð var vegna ráðningar nýs ferðamálastjóra hefur farið yfir umsóknir þeirra 23 sem sóttu um starfið. Ekki er víst hver verður ráðherra þegar skipað verður í stöðuna en aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála,-iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í starfsstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, segir ekki deilt um það að ráðherrar í starfsstjórn geti skipað í embætti. Að lokinni yfirferð hæfnisnefndarinnar var ákveðið að sex umsækjendur kæmu til greina í starfið. Þeir munu fara í viðtöl þar sem þeir fá tækifæri til að tjá sig um það sem framundan væri í ferðamálum og hvernig viðkomandi sæi fyrir sér að hann myndi takast á við þau verkefni sem framundan eru, eins og segir í skriflegu svari upplýsingafulltrúa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Á meðal þeirra sem sóttu um starf ferðamálastjóra eru Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Dofri Hermannsson, leikari, og Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, en nöfn þeirra sex sem fara í viðtöl eru ekki gefin upp. Gert er ráð fyrir að þessum viðtölum ljúki eftir helgi. Í framhaldinu verður svo unnin skýrsla og er gert ráð fyrir að henni verði skilað til ráðherra í seinni hluta næstu viku. Hæfnisnefndin er skipuð þeim Guðrúnu Gísladóttur, skrifstofustjóra í atvinnu-og nýsköpunarráðuneytinu, Herði Þórhallssyni, forstjóra Ice Pharma, og Guðnýju Elísabetu Ingadóttur, mannauðsstjóra, sem er formaður nefndarinnar. Ráðherra ferðamála skipar ferðamálastjóra til fimm ára. Eins og kunnugt er nú starfsstjórn í landinu sem hefur ekki meirihluta Alþingis á bak við sig. Vísir grennslaðist því fyrir um hvort að Þórdís Kolbrún hygðist skipa í embættið sem ráðherra í starfsstjórn eða hvort beðið verði með skipunina þar til ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum. Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Teiti Guðnasyni, aðstoðarmanni ráðherra, verður ráðningarferlinu hvorki flýtt né seinkað vegna stjórnarskiptanna. Þá bendir hann jafnframt á að ekki sé deilt um það að ráðherrar í starfsstjórn geta skipað í embætti á vegum hins opinbera. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Hæfnisnefnd sem skipuð var vegna ráðningar nýs ferðamálastjóra hefur farið yfir umsóknir þeirra 23 sem sóttu um starfið. Ekki er víst hver verður ráðherra þegar skipað verður í stöðuna en aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála,-iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í starfsstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, segir ekki deilt um það að ráðherrar í starfsstjórn geti skipað í embætti. Að lokinni yfirferð hæfnisnefndarinnar var ákveðið að sex umsækjendur kæmu til greina í starfið. Þeir munu fara í viðtöl þar sem þeir fá tækifæri til að tjá sig um það sem framundan væri í ferðamálum og hvernig viðkomandi sæi fyrir sér að hann myndi takast á við þau verkefni sem framundan eru, eins og segir í skriflegu svari upplýsingafulltrúa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Á meðal þeirra sem sóttu um starf ferðamálastjóra eru Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Dofri Hermannsson, leikari, og Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, en nöfn þeirra sex sem fara í viðtöl eru ekki gefin upp. Gert er ráð fyrir að þessum viðtölum ljúki eftir helgi. Í framhaldinu verður svo unnin skýrsla og er gert ráð fyrir að henni verði skilað til ráðherra í seinni hluta næstu viku. Hæfnisnefndin er skipuð þeim Guðrúnu Gísladóttur, skrifstofustjóra í atvinnu-og nýsköpunarráðuneytinu, Herði Þórhallssyni, forstjóra Ice Pharma, og Guðnýju Elísabetu Ingadóttur, mannauðsstjóra, sem er formaður nefndarinnar. Ráðherra ferðamála skipar ferðamálastjóra til fimm ára. Eins og kunnugt er nú starfsstjórn í landinu sem hefur ekki meirihluta Alþingis á bak við sig. Vísir grennslaðist því fyrir um hvort að Þórdís Kolbrún hygðist skipa í embættið sem ráðherra í starfsstjórn eða hvort beðið verði með skipunina þar til ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum. Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Teiti Guðnasyni, aðstoðarmanni ráðherra, verður ráðningarferlinu hvorki flýtt né seinkað vegna stjórnarskiptanna. Þá bendir hann jafnframt á að ekki sé deilt um það að ráðherrar í starfsstjórn geta skipað í embætti á vegum hins opinbera.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira