Innlent

Konurnar gengust undir aðgerð í nótt

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá vettvangi slyssins í gær.
Frá vettvangi slyssins í gær.
Tvær erlendar konur sem voru á ferðalagi um landið eru alvarlega slasaðar eftir umferðarslys á Suðurlandsvegi á fjórða tímanum í gær.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi gengust þær undir aðgerð á Landspítalanum í nótt. Er þær alvarlega slasaðar en þó ekki taldar í lífshættu.

Um var að ræða árekstur bíls og snjóplógs á þjóðvegi eitt, skammt austan afleggjarans við Dyrhólaey. Ökumaður plógsins er óslasaður en báðir bílarnir voru óökufærir eftir slysið.

Tildrög slyssins liggja ekki fyrir og eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi sem segir færið á þessum stað hafa verið mjög erfitt, mikið af blautum snjó á veginum og hált.

Konurnar eru um þrítugt en þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins sem flutti þær á sjúkrahús í Reykjavík. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×