Góður lokasprettur skaut Ólafíu upp í 19. sæti Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. nóvember 2017 20:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er örugg með þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta ári. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í 19-36. sæti á tveimur höggum undir pari eftir fyrsta hring á CME Group Tour Championship, lokamóti tímabilsins á LPGA-mótaröðinni sem fer fram í Flórída um helgina. Fékk Ólafía þrjá fugla á fjórum holum eftir að hafa fengið skolla 13. braut en hún lék þrjár af fjórum par 3 holum vallarins á fugli í dag og tapaði höggi á aðeins tveimur holum. Heilt yfir getur hún verið ánægð með spilamennskuna, hún hitti brautina í 13 af 14 skiptum á hringnum, fór aðeins einu sinni í glompu og púttaði 28 sinnum á 18 holum en hún lenti á köflum í vandræðum með innáhöggin þar sem hún var 12/18. Ólafía sem hóf leik á 10. braut lék stöðugt golf í upphafi, var að slá vel af teig en innáhöggin voru ekki alltaf að rata inn á flötina en hún bjargaði sér oft vel með góðum vippum og púttum. Byrjaði hún daginn á tveimur pörum áður en fyrsti fugl dagsins lét dagsins ljós á 12. braut vallarins, fyrstu par 3 holu dagsins hjá henni. Fylgdi hún því eftir með sex pörum í röð og kom í hús þegar fyrsti dagur var hálfnaður á einu höggi undir pari. Sami stöðugleiki var á fyrstu holum, hún hitti brautirnar vel og var að koma sér inn á flatir í öðru höggi en að tvípútta fyrir pari. Fyrri skolli dagsins leit svo dagsins ljós á 13. braut, langri par 4 braut. Það virtist ekkert trufla okkar konu sem fylgdi því eftir með tveimur fuglum í röð, þeim fyrri á par 3 holu og par 5 holu eftir það. Á næstu holu kom par en á sautjándu setti hún aftur niður fugl á par 3 holu. Hún lenti hinsvegar í smá vandræðum á lokaholunni, fór í sandgryfjuna í fyrsta sinn á hringnum og náði ekki að bjarga parinu og þurfti því að sætta sig við annan skolla dagsins. Ólafía leikur annan hring mótsins á morgun og verður fylgst vel með á Vísi með gengi okkar konu á lokamóti þessarar sterkustu mótaröð heims.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í 19-36. sæti á tveimur höggum undir pari eftir fyrsta hring á CME Group Tour Championship, lokamóti tímabilsins á LPGA-mótaröðinni sem fer fram í Flórída um helgina. Fékk Ólafía þrjá fugla á fjórum holum eftir að hafa fengið skolla 13. braut en hún lék þrjár af fjórum par 3 holum vallarins á fugli í dag og tapaði höggi á aðeins tveimur holum. Heilt yfir getur hún verið ánægð með spilamennskuna, hún hitti brautina í 13 af 14 skiptum á hringnum, fór aðeins einu sinni í glompu og púttaði 28 sinnum á 18 holum en hún lenti á köflum í vandræðum með innáhöggin þar sem hún var 12/18. Ólafía sem hóf leik á 10. braut lék stöðugt golf í upphafi, var að slá vel af teig en innáhöggin voru ekki alltaf að rata inn á flötina en hún bjargaði sér oft vel með góðum vippum og púttum. Byrjaði hún daginn á tveimur pörum áður en fyrsti fugl dagsins lét dagsins ljós á 12. braut vallarins, fyrstu par 3 holu dagsins hjá henni. Fylgdi hún því eftir með sex pörum í röð og kom í hús þegar fyrsti dagur var hálfnaður á einu höggi undir pari. Sami stöðugleiki var á fyrstu holum, hún hitti brautirnar vel og var að koma sér inn á flatir í öðru höggi en að tvípútta fyrir pari. Fyrri skolli dagsins leit svo dagsins ljós á 13. braut, langri par 4 braut. Það virtist ekkert trufla okkar konu sem fylgdi því eftir með tveimur fuglum í röð, þeim fyrri á par 3 holu og par 5 holu eftir það. Á næstu holu kom par en á sautjándu setti hún aftur niður fugl á par 3 holu. Hún lenti hinsvegar í smá vandræðum á lokaholunni, fór í sandgryfjuna í fyrsta sinn á hringnum og náði ekki að bjarga parinu og þurfti því að sætta sig við annan skolla dagsins. Ólafía leikur annan hring mótsins á morgun og verður fylgst vel með á Vísi með gengi okkar konu á lokamóti þessarar sterkustu mótaröð heims.
Golf Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Körfubolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira