Þrjóska, viljastyrkur og yfirnáttúruleg atorka 16. nóvember 2017 14:00 Baldvin Z leikstjóri hefur unnið að myndinni nánast síðan áður en hann settist í leikstjórastólinn. Vísir/Vilhelm Styrkleiki er yfirleitt kenndur við öfgakenndan massa og tröllvaxna líkamsbyggingu, en þar sannaði Reynir Örn Leósson sig sem einkennilegt frávik. Reynir sterki var alla tíð utangarðsmaður í leit að viðurkenningu frá samfélaginu sem seint fékkst. Hann átti erfiða æsku og var seinna meir oft séður sem svindlari og fylliraftur. Aflraunir mannsins voru ótrúlegar, nánast yfirnáttúrulegar, og uppfinningar hans sömuleiðis eftirtektarverðar. Eins og litlu samfélagi fylgir var nóg um kjaftasögur og getgátur, en heimsmetin þrjú sem maðurinn setti standa enn í dag óhreyfð. Í þessari heimildarmynd Baldvins Z kynnumst við kraftakarlinum, nokkrum úr fjölskyldu hans, göllum hans (sem voru heldur betur margir og því miður hversdagslegri heldur en mætti ætla) og afrekum sem margir klóra sér enn í dag í hausnum yfir. Myndin hefur í áraraðir verið draumaverkefni leikstjórans og segir Baldvin sjálfur í upphafi myndar að hann hafi ekki hætt að hugsa um Reyni síðan í æsku, að hér hafi verið uppi eins konar íslenskt ofurmenni. Bætir hann við að ein af ástæðunum fyrir því að hann vildi gerast kvikmyndagerðarmaður hafi verið að hann vildi fræða fleira fólk um raunir Reynis.Þótt viðfangsefnið sjálft sé umhugsunarlaust merkilegt er það aldrei sjálfsagður hlutur að heimildarmynd verði það einnig af sjálfu sér. Það eru margar leiðir til þess að segja sögur af afrekum Reynis en gullnáman sem Baldvin hefur sótt í kemur í formi myndefnis sem margt hefur ekki verið sýnt áður. Þetta reynist vera helsti burðarásinn sem skrásetur söguna á glæsilegan hátt, en uppbygging, klipping, áhugaverðir viðmælendur og taumhald leikstjórans skilar ekki bara afburða vel unnu verki, heldur skín eldmóðurinn í gegn og gefur útkomunni eitthvað smávegis auka. Baldvin daðrar að sjálfsögðu við umræður um hið yfirnáttúrulega, en annað er varla hægt. Reynir var sagður blanda saman líkamsstyrk og aðferðafræði sjónhverfingamannsins. Að sögn Reynis velti hann sér ekkert upp úr þyngdartölum eða hindrunum í raun. Ef hann setti sér fjarstæðukennt markmið var því oft náð með viljastyrknum, og mögulega aukastuðningi frá einhverju að handan.Áhorfandinn metur það vissulega sjálfur hvort hann kaupir allar frásagnirnar, enda hljóma sumar þeirra eins og eitthvað úr lélegum reyfara. En sönnunin fyrir því fjarstæðukennda sem hann framkvæmdi opnar í rauninni allar umræður á lygilega skondinn máta. Fjölskylda Reynis og aðrir utanaðkomandi segja athyglisverðar sögur og fylgir viðmælendum oftar en ekki mikil útgeislun sem er allt annað en sjálfsögð, sama hvaða efni tiltekin heimildarmynd tekur fyrir. Fagmaðurinn Jóhann Máni Jóhannsson skreytir myndina með flottri kvikmyndatöku á milli eldra myndefnis og lætur fínustu tónlist frá Eberg koma sér prýðilega fyrir til að betrumbæta bratt en afslappað flæði. Inn á milli piprar Baldvin myndina með stílíseruðum myndlistarbútum sem, ef eitthvað er, hefði mátt vera meira af. Myndefnið er almennt spennandi og með ýmsum leiðum (hljóðupptökum, heimamyndböndum og öðru) öðlast áhorfandinn nánast beina tengingu við Reyni. Eitthvað er um dekkri skugga í frásögninni sem hlaupið er yfir, en Baldvin er nógu skarpur til þess að liggja ekki á hinu óþarfa og það litla sem gefið er í skyn segir meira en þúsund orð þegar upp er staðið. Nálgun Baldvins er ekki eins og eintóm froða með linnulausum lofsöng eða upptalning á hápunktum. Í staðinn pakkar hann þessu saman í snyrtilega, fræðandi og þrælskemmtilega samantekt um mann sem reyndist vera lifandi dæmi um að allt sé svo sannarlega hægt ef viljinn er fyrir hendi. Slíkt hið sama má segja um hvernig leikstjóranum tókst að þrjóskast áfram til að koma þessu í verk og hafa uppi á myndefninu, sem hefur varla verið áreynslulaust.Niðurstaða: Skemmtileg, umræðuverð og vönduð yfirferð yfir aflraunir, persónuleika og galla stórmerkilegs manns. Vel þess virði að kíkja á. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Styrkleiki er yfirleitt kenndur við öfgakenndan massa og tröllvaxna líkamsbyggingu, en þar sannaði Reynir Örn Leósson sig sem einkennilegt frávik. Reynir sterki var alla tíð utangarðsmaður í leit að viðurkenningu frá samfélaginu sem seint fékkst. Hann átti erfiða æsku og var seinna meir oft séður sem svindlari og fylliraftur. Aflraunir mannsins voru ótrúlegar, nánast yfirnáttúrulegar, og uppfinningar hans sömuleiðis eftirtektarverðar. Eins og litlu samfélagi fylgir var nóg um kjaftasögur og getgátur, en heimsmetin þrjú sem maðurinn setti standa enn í dag óhreyfð. Í þessari heimildarmynd Baldvins Z kynnumst við kraftakarlinum, nokkrum úr fjölskyldu hans, göllum hans (sem voru heldur betur margir og því miður hversdagslegri heldur en mætti ætla) og afrekum sem margir klóra sér enn í dag í hausnum yfir. Myndin hefur í áraraðir verið draumaverkefni leikstjórans og segir Baldvin sjálfur í upphafi myndar að hann hafi ekki hætt að hugsa um Reyni síðan í æsku, að hér hafi verið uppi eins konar íslenskt ofurmenni. Bætir hann við að ein af ástæðunum fyrir því að hann vildi gerast kvikmyndagerðarmaður hafi verið að hann vildi fræða fleira fólk um raunir Reynis.Þótt viðfangsefnið sjálft sé umhugsunarlaust merkilegt er það aldrei sjálfsagður hlutur að heimildarmynd verði það einnig af sjálfu sér. Það eru margar leiðir til þess að segja sögur af afrekum Reynis en gullnáman sem Baldvin hefur sótt í kemur í formi myndefnis sem margt hefur ekki verið sýnt áður. Þetta reynist vera helsti burðarásinn sem skrásetur söguna á glæsilegan hátt, en uppbygging, klipping, áhugaverðir viðmælendur og taumhald leikstjórans skilar ekki bara afburða vel unnu verki, heldur skín eldmóðurinn í gegn og gefur útkomunni eitthvað smávegis auka. Baldvin daðrar að sjálfsögðu við umræður um hið yfirnáttúrulega, en annað er varla hægt. Reynir var sagður blanda saman líkamsstyrk og aðferðafræði sjónhverfingamannsins. Að sögn Reynis velti hann sér ekkert upp úr þyngdartölum eða hindrunum í raun. Ef hann setti sér fjarstæðukennt markmið var því oft náð með viljastyrknum, og mögulega aukastuðningi frá einhverju að handan.Áhorfandinn metur það vissulega sjálfur hvort hann kaupir allar frásagnirnar, enda hljóma sumar þeirra eins og eitthvað úr lélegum reyfara. En sönnunin fyrir því fjarstæðukennda sem hann framkvæmdi opnar í rauninni allar umræður á lygilega skondinn máta. Fjölskylda Reynis og aðrir utanaðkomandi segja athyglisverðar sögur og fylgir viðmælendum oftar en ekki mikil útgeislun sem er allt annað en sjálfsögð, sama hvaða efni tiltekin heimildarmynd tekur fyrir. Fagmaðurinn Jóhann Máni Jóhannsson skreytir myndina með flottri kvikmyndatöku á milli eldra myndefnis og lætur fínustu tónlist frá Eberg koma sér prýðilega fyrir til að betrumbæta bratt en afslappað flæði. Inn á milli piprar Baldvin myndina með stílíseruðum myndlistarbútum sem, ef eitthvað er, hefði mátt vera meira af. Myndefnið er almennt spennandi og með ýmsum leiðum (hljóðupptökum, heimamyndböndum og öðru) öðlast áhorfandinn nánast beina tengingu við Reyni. Eitthvað er um dekkri skugga í frásögninni sem hlaupið er yfir, en Baldvin er nógu skarpur til þess að liggja ekki á hinu óþarfa og það litla sem gefið er í skyn segir meira en þúsund orð þegar upp er staðið. Nálgun Baldvins er ekki eins og eintóm froða með linnulausum lofsöng eða upptalning á hápunktum. Í staðinn pakkar hann þessu saman í snyrtilega, fræðandi og þrælskemmtilega samantekt um mann sem reyndist vera lifandi dæmi um að allt sé svo sannarlega hægt ef viljinn er fyrir hendi. Slíkt hið sama má segja um hvernig leikstjóranum tókst að þrjóskast áfram til að koma þessu í verk og hafa uppi á myndefninu, sem hefur varla verið áreynslulaust.Niðurstaða: Skemmtileg, umræðuverð og vönduð yfirferð yfir aflraunir, persónuleika og galla stórmerkilegs manns. Vel þess virði að kíkja á.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira