Alfreð auglýsir íslenska reðursafnið í nýju viðtali í Þýskalandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2017 09:15 Alfreð Finnbogason. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason hefur gert mjög góða hluti með Augsburg í Bundesligunni á þessu tímabili og er síðan auðvitað kominn með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi sem fer fram næsta sumar. Alfreð gat ekki hjálpað íslenska landsliðinu á æfingamótinu í Katar vegna meiðsla en verður vonandi orðinn klár í slaginn þegar þýska deildin hefst á ný. Alfreð er kominn með fimm mörk í tíu deildarleikjum á þessu tímabili en þar á meðal er þrenna á móti Köln. Alfreð var tekinn í viðtal í DW Kickoff þættinum á Deutsche Welle sjónvarpstöðinni þar sem hann ræddi meðal annars árangur íslenska landsliðsins sem er nú með á HM í fótbolta í fyrsta sinn. „Við erum ein stór fjölskylda á Íslandi. Sex til sjö af bestu vinum mínum eru sem dæmi með mér í landsliðinu. Það sést líka á leik okkar því við erum að berjast fyrir hvern annan og það vita líka allir í dag að við förum í alla leiki til að vinna og þá skiptir það ekki máli þótt að við séum að spila við England, Brasilíu eða Króatíu,“ sagði Alfreð í þessu viðtali. „Þetta er hugarfar okkar Íslendinga. Sumir kalla okkur kannski vitleysinga að halda að við getum unnið alla en það er bara hluti af okkar DNA,“ sagði Alfreð. Alfreð var spurður út í heimkomuna ógleymanlegu eftir Evrópumótið og svo að sjálfsögðu hið heimsfræga Víkingaklapp. „Þótt að við höfum ekki planað það þannig þá var Víkingaklappið snilldar markaðsherferð fyrir liðið. Það héldu mjög margir með okkar liði og flestir hrifust líka af því hversu tengdir við vorum stuðningsfólki okkar,“ sagði Alfreð. Alfreð segist ekki vera mikill aðdáandi þýska matarins en tekur það jafnframt fram að það sé margt gott í Þýkalandi. Alfreð er líka spurður út í hluti tengdum Íslandi í viðtalinu og þá sérstaklega það sem spyrlinum þóttu skrítnir. Þar segir Alfreð skoðun sína á þorramat, álfum og síðast en ekki síst þá auglýsir íslenski landsliðsframherjinn íslenska reðursafnið í þessu viðtali. Hvort þýskum gestum fjölgi í safninu á næstunni verður hinsvegar bara að koma í ljós. Það má sjá allt viðtalið við Alfreð hér fyrir neðan. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Þýski boltinn Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Sjá meira
Alfreð Finnbogason hefur gert mjög góða hluti með Augsburg í Bundesligunni á þessu tímabili og er síðan auðvitað kominn með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi sem fer fram næsta sumar. Alfreð gat ekki hjálpað íslenska landsliðinu á æfingamótinu í Katar vegna meiðsla en verður vonandi orðinn klár í slaginn þegar þýska deildin hefst á ný. Alfreð er kominn með fimm mörk í tíu deildarleikjum á þessu tímabili en þar á meðal er þrenna á móti Köln. Alfreð var tekinn í viðtal í DW Kickoff þættinum á Deutsche Welle sjónvarpstöðinni þar sem hann ræddi meðal annars árangur íslenska landsliðsins sem er nú með á HM í fótbolta í fyrsta sinn. „Við erum ein stór fjölskylda á Íslandi. Sex til sjö af bestu vinum mínum eru sem dæmi með mér í landsliðinu. Það sést líka á leik okkar því við erum að berjast fyrir hvern annan og það vita líka allir í dag að við förum í alla leiki til að vinna og þá skiptir það ekki máli þótt að við séum að spila við England, Brasilíu eða Króatíu,“ sagði Alfreð í þessu viðtali. „Þetta er hugarfar okkar Íslendinga. Sumir kalla okkur kannski vitleysinga að halda að við getum unnið alla en það er bara hluti af okkar DNA,“ sagði Alfreð. Alfreð var spurður út í heimkomuna ógleymanlegu eftir Evrópumótið og svo að sjálfsögðu hið heimsfræga Víkingaklapp. „Þótt að við höfum ekki planað það þannig þá var Víkingaklappið snilldar markaðsherferð fyrir liðið. Það héldu mjög margir með okkar liði og flestir hrifust líka af því hversu tengdir við vorum stuðningsfólki okkar,“ sagði Alfreð. Alfreð segist ekki vera mikill aðdáandi þýska matarins en tekur það jafnframt fram að það sé margt gott í Þýkalandi. Alfreð er líka spurður út í hluti tengdum Íslandi í viðtalinu og þá sérstaklega það sem spyrlinum þóttu skrítnir. Þar segir Alfreð skoðun sína á þorramat, álfum og síðast en ekki síst þá auglýsir íslenski landsliðsframherjinn íslenska reðursafnið í þessu viðtali. Hvort þýskum gestum fjölgi í safninu á næstunni verður hinsvegar bara að koma í ljós. Það má sjá allt viðtalið við Alfreð hér fyrir neðan.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Þýski boltinn Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Sjá meira