Stjórnvöld hafi unnið gegn hagsmunum neytenda Höskuldur Kári Schram skrifar 14. nóvember 2017 18:45 Starfandi landbúnaðarráðherra segir að stjórnvöld hafi á umliðnum árum unnið gegn hagsmunum íslenskra neytenda með því að virða ekki ákvæði EES-samningsins um innflutning á fersku kjöti, eggjum og ýmsum mjólkurvörum. EFTA dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hafi brotið gegn samningnum. Samtök verslunar og þjónustu sendu fyrst kvörtun til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, árið 2011 þar sem þau töldu að lög og reglur varðandi innflutning á meðal annars fersku kjöti og eggjum væru ekki í samræmi við ákvæði EES samningsins um frjálsa vöruflutninga milli landa. EFTA dómstólinn tekur undir þetta í sinni niðurstöðu í morgun og telur að íslensk lög og reglur feli í sér viðbótartakmarkanir sem samræmist ekki alþjóðlegum skuldbindingum ríkisins. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að stjórnvöld verði að bregðast við þessum dómi með laga og reglugerðarbreytingum. Þorgerður K. Gunnarsdóttir starfandi landbúnaðarráðherra tekur undir þetta. „Íslensk stjórnvöld hafa brotið gegn EES samningnum og um leið gegn hagsmunum íslenskra neytenda,“ segir Þorgerður. Hún segir að innflutningur á fersku kjöti stuðli að aukinni samkeppni og lækkuðu vöruverði til neytenda. „En eftir stendur að íslensk stjórnvöld hafa á umliðnum árum brotið gegn EES-samningnum og það er vont. Við verðum að fara að breyta þessu,“ segir Þorgerður. Bændasamtökin harma hins vegar þessa niðurstöðu í yfirlýsingu sem þau sendu frá sér í dag. Þau telja að þessi innflutningur getið aukið líkur á búfjársjúkdómum og valdið miklu tjóni. Þorgerður segir að það geti skaðað útflutning á íslenskum matvælum ef stjórnvöld hér á landi uppfylla ekki alþjóðlegar skuldbindingar. „Það liggja fyrir skýrslur sem sýna fram á að helsta [sjúkdóma]hættan er ekki í gegnum innflutning á fersku kjöti. Að sjálfsögðu munum við viðhalda miklu og sterku eftirliti og fylgjast með því að það sé allt skoðað í útlöndum líka. En hættan fyrir íslenskan landbúnað er fyrst og fremst í gegnum ferðamenn og í gegnum innflutning á grænmeti,“ segir Þorgerður. Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Starfandi landbúnaðarráðherra segir að stjórnvöld hafi á umliðnum árum unnið gegn hagsmunum íslenskra neytenda með því að virða ekki ákvæði EES-samningsins um innflutning á fersku kjöti, eggjum og ýmsum mjólkurvörum. EFTA dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hafi brotið gegn samningnum. Samtök verslunar og þjónustu sendu fyrst kvörtun til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, árið 2011 þar sem þau töldu að lög og reglur varðandi innflutning á meðal annars fersku kjöti og eggjum væru ekki í samræmi við ákvæði EES samningsins um frjálsa vöruflutninga milli landa. EFTA dómstólinn tekur undir þetta í sinni niðurstöðu í morgun og telur að íslensk lög og reglur feli í sér viðbótartakmarkanir sem samræmist ekki alþjóðlegum skuldbindingum ríkisins. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að stjórnvöld verði að bregðast við þessum dómi með laga og reglugerðarbreytingum. Þorgerður K. Gunnarsdóttir starfandi landbúnaðarráðherra tekur undir þetta. „Íslensk stjórnvöld hafa brotið gegn EES samningnum og um leið gegn hagsmunum íslenskra neytenda,“ segir Þorgerður. Hún segir að innflutningur á fersku kjöti stuðli að aukinni samkeppni og lækkuðu vöruverði til neytenda. „En eftir stendur að íslensk stjórnvöld hafa á umliðnum árum brotið gegn EES-samningnum og það er vont. Við verðum að fara að breyta þessu,“ segir Þorgerður. Bændasamtökin harma hins vegar þessa niðurstöðu í yfirlýsingu sem þau sendu frá sér í dag. Þau telja að þessi innflutningur getið aukið líkur á búfjársjúkdómum og valdið miklu tjóni. Þorgerður segir að það geti skaðað útflutning á íslenskum matvælum ef stjórnvöld hér á landi uppfylla ekki alþjóðlegar skuldbindingar. „Það liggja fyrir skýrslur sem sýna fram á að helsta [sjúkdóma]hættan er ekki í gegnum innflutning á fersku kjöti. Að sjálfsögðu munum við viðhalda miklu og sterku eftirliti og fylgjast með því að það sé allt skoðað í útlöndum líka. En hættan fyrir íslenskan landbúnað er fyrst og fremst í gegnum ferðamenn og í gegnum innflutning á grænmeti,“ segir Þorgerður.
Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira