Slepptu ISIS-liðum og fjölskyldum þeirra frá Raqqa Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2017 22:11 Samkvæmt frétt BBC var samkomulagið gert eftir fjögurra mánaða bardaga um borgina og var því ætlað að koma í veg fyrir frekara mannfall hjá Sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra sem hafa myndað bandalagið SDF. Vísir/AFP Sýrlenskir Kúrdar, bandamenn þeirra, Bandaríkin, Bretar og bandalag þeirra gegn Íslamska ríkinu gerði samkomulag við hundruð vígamanna ISIS um að sleppa þeim og fjölskyldum þeirra frá Raqqa í Sýrlandi. Vígamennirnir fóru frá borginni í stórri bílalest og hafa þeir dreift sér um Sýrland. Einhverjir hafa jafnvel komist til Tyrklands. ISIS-liðarnir or fjölskyldur þeirra voru fluttir með vörubílum og einnig voru mörg tonn af vopnum og skotfærum flutt með þeim. Blaðamenn BBC hafa rætt við vörubílstjóra sem fluttu fólkið. Bílalestin er sögð hafa verið gífurlega stór. Um 50 vörubílar, þrettán rútur og rúmlega hundrað einkabílar vígamanna voru í bílalestin samkvæmt vitnum BBC.Samkvæmt frétt BBC var samkomulagið gert eftir fjögurra mánaða bardaga um borgina og var því ætlað að koma í veg fyrir frekara mannfall hjá Sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra sem hafa myndað bandalagið SDF. Þá hafa Bandaríkin og Bretland, sem leiða bandalag margra ríkja gegn ISIS, hafa ekki viljað viðurkenna aðkomu sína að samkomulaginu, sem hefur valdið áhyggjum um hvort að vígamenn hryðjuverkasamtakanna hafi komist til annarra landa og hvort ógn stafi af þeim.Viðurkenndu samkomulagið eftir rannsókn Áðurnefnt bandalag gegn ISIS hefur nú viðurkennt að um 250 vígamönnum og fjölskyldum þeirra hafi verið sleppt frá umsátrinu. Ofurstinn Ryan Dillon, talsmaður bandalagsins, segir að þeir hefðu ekki viljað sleppa vígamönnunum en það hafi verið í samræmi við áherslur þeirra varðandi ákvarðanir leiðtoga í Sýrlandi. „Þetta snýr að Sýrlendingum. Þeir eru að berjast og þeir eru að deyja. Þeir taka ákvarðanir varðandi aðgerðir þeirra,“ sagði Dillon. Hann sagði að foringi úr bandalaginu hefði verið viðstaddur þegar viðræður SDF og ISIS fóru fram, en hann hafi ekki tekið þátt í þeim. Þar að auki segir hann að einungis fjórir erlendir vígamenn hafi yfirgefið borgina en þeir séu nú allir í haldi SDF. Það er ekki í samræmi við það sem vitni BBC, bílstjórar bílalestarinnar, sögðu.Borguðu alla sína reikninga Bílstjórarnir sögðu einnig að þeir hefðu verið lamdir og vígamennirnir hefðu komið mjög illa fram við þá. Hins vegar hefðu þeir greitt alla sína reikninga. Verslunareigandi í þorpinu Shanine hafði svipaða sögu að segja. Hann sagði bílalestina hafa stoppað við verslun hans og vígamennirnir og fjölskyldur þeirra hefðu tæmt allar hillur. Enginn hefði þó stolið neinu og það versta sem gerðist hafi verið að nokkrir vígamenn sáu sígarettur, sem þeir segja vera brot á Sharia-lögum. Því eyðilögðu þeir sígaretturnar. BBC ræddi einnig við smyglara sem sérhæfa sig í því að lauma fólki inn í Tyrkland. Þeir segja að undanfarnar vikur hafi þeir haft nóg að gera við að smygla fólki frá Raqqa og inn í Tyrkland. Þar á meðal hafi verið erlendir vígamenn ISIS. Einhverjir hafi talað frönsku og jafnvel ensku. Tengdar fréttir Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45 Höfuðvígi Ríkis íslams í Raqqa sagt fallið Bandamenn Bandaríkjamanna í Sýrlandi segjast hafa rekið hryðjuverkasamtökin út úr borginni í eitt skipti fyrir öll. 17. október 2017 13:28 Hundrað vígamenn Ríkis íslams hafa gefist upp síðastliðinn sólarhring Um hundrað vígamenn Íslamska ríkisins hafa gefist upp í sýrlensku borginni Raqqa síðastliðinn sólarhring. 14. október 2017 14:16 Kúrdum boðið að samningaborðinu í Sýrlandi Til stendur að halda fund í Sochi þann 18. nóvember til að stilla til friðar í Sýrlandi. 31. október 2017 16:53 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Sýrlenskir Kúrdar, bandamenn þeirra, Bandaríkin, Bretar og bandalag þeirra gegn Íslamska ríkinu gerði samkomulag við hundruð vígamanna ISIS um að sleppa þeim og fjölskyldum þeirra frá Raqqa í Sýrlandi. Vígamennirnir fóru frá borginni í stórri bílalest og hafa þeir dreift sér um Sýrland. Einhverjir hafa jafnvel komist til Tyrklands. ISIS-liðarnir or fjölskyldur þeirra voru fluttir með vörubílum og einnig voru mörg tonn af vopnum og skotfærum flutt með þeim. Blaðamenn BBC hafa rætt við vörubílstjóra sem fluttu fólkið. Bílalestin er sögð hafa verið gífurlega stór. Um 50 vörubílar, þrettán rútur og rúmlega hundrað einkabílar vígamanna voru í bílalestin samkvæmt vitnum BBC.Samkvæmt frétt BBC var samkomulagið gert eftir fjögurra mánaða bardaga um borgina og var því ætlað að koma í veg fyrir frekara mannfall hjá Sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra sem hafa myndað bandalagið SDF. Þá hafa Bandaríkin og Bretland, sem leiða bandalag margra ríkja gegn ISIS, hafa ekki viljað viðurkenna aðkomu sína að samkomulaginu, sem hefur valdið áhyggjum um hvort að vígamenn hryðjuverkasamtakanna hafi komist til annarra landa og hvort ógn stafi af þeim.Viðurkenndu samkomulagið eftir rannsókn Áðurnefnt bandalag gegn ISIS hefur nú viðurkennt að um 250 vígamönnum og fjölskyldum þeirra hafi verið sleppt frá umsátrinu. Ofurstinn Ryan Dillon, talsmaður bandalagsins, segir að þeir hefðu ekki viljað sleppa vígamönnunum en það hafi verið í samræmi við áherslur þeirra varðandi ákvarðanir leiðtoga í Sýrlandi. „Þetta snýr að Sýrlendingum. Þeir eru að berjast og þeir eru að deyja. Þeir taka ákvarðanir varðandi aðgerðir þeirra,“ sagði Dillon. Hann sagði að foringi úr bandalaginu hefði verið viðstaddur þegar viðræður SDF og ISIS fóru fram, en hann hafi ekki tekið þátt í þeim. Þar að auki segir hann að einungis fjórir erlendir vígamenn hafi yfirgefið borgina en þeir séu nú allir í haldi SDF. Það er ekki í samræmi við það sem vitni BBC, bílstjórar bílalestarinnar, sögðu.Borguðu alla sína reikninga Bílstjórarnir sögðu einnig að þeir hefðu verið lamdir og vígamennirnir hefðu komið mjög illa fram við þá. Hins vegar hefðu þeir greitt alla sína reikninga. Verslunareigandi í þorpinu Shanine hafði svipaða sögu að segja. Hann sagði bílalestina hafa stoppað við verslun hans og vígamennirnir og fjölskyldur þeirra hefðu tæmt allar hillur. Enginn hefði þó stolið neinu og það versta sem gerðist hafi verið að nokkrir vígamenn sáu sígarettur, sem þeir segja vera brot á Sharia-lögum. Því eyðilögðu þeir sígaretturnar. BBC ræddi einnig við smyglara sem sérhæfa sig í því að lauma fólki inn í Tyrkland. Þeir segja að undanfarnar vikur hafi þeir haft nóg að gera við að smygla fólki frá Raqqa og inn í Tyrkland. Þar á meðal hafi verið erlendir vígamenn ISIS. Einhverjir hafi talað frönsku og jafnvel ensku.
Tengdar fréttir Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45 Höfuðvígi Ríkis íslams í Raqqa sagt fallið Bandamenn Bandaríkjamanna í Sýrlandi segjast hafa rekið hryðjuverkasamtökin út úr borginni í eitt skipti fyrir öll. 17. október 2017 13:28 Hundrað vígamenn Ríkis íslams hafa gefist upp síðastliðinn sólarhring Um hundrað vígamenn Íslamska ríkisins hafa gefist upp í sýrlensku borginni Raqqa síðastliðinn sólarhring. 14. október 2017 14:16 Kúrdum boðið að samningaborðinu í Sýrlandi Til stendur að halda fund í Sochi þann 18. nóvember til að stilla til friðar í Sýrlandi. 31. október 2017 16:53 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45
Höfuðvígi Ríkis íslams í Raqqa sagt fallið Bandamenn Bandaríkjamanna í Sýrlandi segjast hafa rekið hryðjuverkasamtökin út úr borginni í eitt skipti fyrir öll. 17. október 2017 13:28
Hundrað vígamenn Ríkis íslams hafa gefist upp síðastliðinn sólarhring Um hundrað vígamenn Íslamska ríkisins hafa gefist upp í sýrlensku borginni Raqqa síðastliðinn sólarhring. 14. október 2017 14:16
Kúrdum boðið að samningaborðinu í Sýrlandi Til stendur að halda fund í Sochi þann 18. nóvember til að stilla til friðar í Sýrlandi. 31. október 2017 16:53