Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sveinn Arnarsson skrifar 14. nóvember 2017 05:00 Úr Grensáskirkju. vísir/gva Fimm konur hafa kært sr. Ólaf Jóhannsson, sóknarprest í Grensáskirkju, til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota. Sendu þær bréf til Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, og las hún bréfið upphátt á kirkjuþingi í gær.Þyrí Steingrímsdóttir, lögmaður kvennanna.Konurnar fimm eru allar tengdar kirkjunni nánum böndum og voru í störfum fyrir kirkjuna þegar meint brot voru framin. Konurnar eru Anna Sigríður Helgadóttir, söngkona og fyrrverandi tónlistarstjóri Fríkirkjunnar í Reykjavík, Elín Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Útfararstofu kirkjugarðanna, Guðbjörg Ingólfsdóttir, starfsmaður Kirkjuhúss, sr. Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra með starfsstöð í Grensáskirkju, og Rósa Kristjánsdóttir, djákni og deildarstjóri sálgæslu á Landspítala. Í bréfinu segjast þær bera fullt traust til úrskurðarnefndar kirkjunnar og vilja að sinni bíða með að tjá sig efnislega um málið. Vilja konurnar leggja áherslu á að kirkjan eigi að vera öruggur griðastaður þar sem ofbeldi er ekki liðið og að þessu ofbeldi muni linna. Greinargerð lögmanns sr. Ólafs var birt í fjölmiðlum um helgina. Vilja konurnar fimm meina að gert sé afar lítið úr þeim meintu brotum sem sr. Ólafur er sakaður um. „Í yfirlýsingu lögmanns sr. Ólafs, sem birt hefur verið í fjölmiðlum, hefur því verið haldið fram að atferli hans hafi ekki verið kynferðisleg áreitni, heldur koss á kinn. Brotin sem hann er kærður fyrir eru mun alvarlegri,“ segir í bréfi Þyríar Steingrímsdóttur, lögmanns kvennanna. „Umbjóðendur mínir harma að sr. Ólafur hafi farið til fjölmiðla og veitt villandi og um margt ranga mynd af málinu.“ Á forsíðu Fréttablaðsins þann 21. september var sagt frá því að sr. Ólafur hafi verið sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Mál gegn honum hafi verið rakið fyrir úrskurðarnefnd kirkjunnar árið 2010. Ólafur neitaði í þeirri frétt að um kynferðislega áreitni hefði verið að ræða. Fréttin hefur verið uppfærð. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. 12. nóvember 2017 12:32 Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Fimm konur hafa kært sr. Ólaf Jóhannsson, sóknarprest í Grensáskirkju, til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota. Sendu þær bréf til Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, og las hún bréfið upphátt á kirkjuþingi í gær.Þyrí Steingrímsdóttir, lögmaður kvennanna.Konurnar fimm eru allar tengdar kirkjunni nánum böndum og voru í störfum fyrir kirkjuna þegar meint brot voru framin. Konurnar eru Anna Sigríður Helgadóttir, söngkona og fyrrverandi tónlistarstjóri Fríkirkjunnar í Reykjavík, Elín Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Útfararstofu kirkjugarðanna, Guðbjörg Ingólfsdóttir, starfsmaður Kirkjuhúss, sr. Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra með starfsstöð í Grensáskirkju, og Rósa Kristjánsdóttir, djákni og deildarstjóri sálgæslu á Landspítala. Í bréfinu segjast þær bera fullt traust til úrskurðarnefndar kirkjunnar og vilja að sinni bíða með að tjá sig efnislega um málið. Vilja konurnar leggja áherslu á að kirkjan eigi að vera öruggur griðastaður þar sem ofbeldi er ekki liðið og að þessu ofbeldi muni linna. Greinargerð lögmanns sr. Ólafs var birt í fjölmiðlum um helgina. Vilja konurnar fimm meina að gert sé afar lítið úr þeim meintu brotum sem sr. Ólafur er sakaður um. „Í yfirlýsingu lögmanns sr. Ólafs, sem birt hefur verið í fjölmiðlum, hefur því verið haldið fram að atferli hans hafi ekki verið kynferðisleg áreitni, heldur koss á kinn. Brotin sem hann er kærður fyrir eru mun alvarlegri,“ segir í bréfi Þyríar Steingrímsdóttur, lögmanns kvennanna. „Umbjóðendur mínir harma að sr. Ólafur hafi farið til fjölmiðla og veitt villandi og um margt ranga mynd af málinu.“ Á forsíðu Fréttablaðsins þann 21. september var sagt frá því að sr. Ólafur hafi verið sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Mál gegn honum hafi verið rakið fyrir úrskurðarnefnd kirkjunnar árið 2010. Ólafur neitaði í þeirri frétt að um kynferðislega áreitni hefði verið að ræða. Fréttin hefur verið uppfærð.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. 12. nóvember 2017 12:32 Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. 12. nóvember 2017 12:32
Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54