Ómar segir fullyrðingar fráfarandi stjórnar Pressunnar ósannar Daníel Freyr Birkisson skrifar 29. nóvember 2017 17:00 Ómar segir Björn Inga og Arnar ekki fara með sannleikann um að ný stjórn hafi ekki verið skráð hjá RSK. Vísir/Ernir Ómar R. Valdimarsson, formaður nýkjörinnar stjórnar Pressunnar, segir ásakanir Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, hluthafa félagsins og fráfarandi stjórnarmeðlima um að ný stjórn hafi ekki enn verið skráð í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra ekki standast skoðun. Efni póstsins var rakið í frétt hjá Vísi fyrr í dag, en það ritar Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Björns Inga og Arnars. Segir Ómar að ný stjórn, sem kjörin var síðastliðinn föstudag, hafi samdægurs sent staðfestingu á breytingunum. Í afriti sem Ómar sendi fréttastofu er erindið móttekið mánudaginn 27. nóvember og merkt með því sem virðist vera stimpill embættis Ríkisskattstjóra. Björn Ingi og Arnar töldu að með yfirlýsingum Ómars og nýkjörinnar stjórnar í fjölmiðlum hafi rangar upplýsingar farið fram. Þeir tveir væru því reiðubúnir að setjast niður og svara öllum fyrirspurnum um rekstur félagsins. Ný stjórn hafði áður tilkynnt að allar eignir félagsins væru til sölu, en útgáfu landshlutablaða Pressunnar var komið í stöðvun í gær. Þá hafði öllum starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp, en þeir voru tveir talsins. Björn Ingi og Arnar óskuðu í póstinum eftir útskýringum á ákvörðuninni að stöðva útgáfu blaðanna, um hafi verið að ræða rótgróna útgáfu sem keypt var til félagsins fyrir tugi milljóna króna. Mikið hefur gengið á í kjölfar kaupa nýrra eigenda og í kringum stjórnarskiptin. Ný stjórn, sem var sem áður segir kjörin síðastliðinn föstudag, sakaði fráfarandi stjórn um að hafa misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu. Auk þess mat hún svo að kröfuhöfum hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Björn Ingi Hrafnsson sendi sama kvöld frá sér langa yfirlýsingu þar sem hann sakaði Dalsmenn, sem stærstan hlut eiga í félaginu, um að hafa reynt að koma félaginu í þrot með því að hætta við hlutafjáraukningu upp á 200 milljónir króna. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14 Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02 Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Ómar R. Valdimarsson, formaður nýkjörinnar stjórnar Pressunnar, segir ásakanir Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, hluthafa félagsins og fráfarandi stjórnarmeðlima um að ný stjórn hafi ekki enn verið skráð í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra ekki standast skoðun. Efni póstsins var rakið í frétt hjá Vísi fyrr í dag, en það ritar Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Björns Inga og Arnars. Segir Ómar að ný stjórn, sem kjörin var síðastliðinn föstudag, hafi samdægurs sent staðfestingu á breytingunum. Í afriti sem Ómar sendi fréttastofu er erindið móttekið mánudaginn 27. nóvember og merkt með því sem virðist vera stimpill embættis Ríkisskattstjóra. Björn Ingi og Arnar töldu að með yfirlýsingum Ómars og nýkjörinnar stjórnar í fjölmiðlum hafi rangar upplýsingar farið fram. Þeir tveir væru því reiðubúnir að setjast niður og svara öllum fyrirspurnum um rekstur félagsins. Ný stjórn hafði áður tilkynnt að allar eignir félagsins væru til sölu, en útgáfu landshlutablaða Pressunnar var komið í stöðvun í gær. Þá hafði öllum starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp, en þeir voru tveir talsins. Björn Ingi og Arnar óskuðu í póstinum eftir útskýringum á ákvörðuninni að stöðva útgáfu blaðanna, um hafi verið að ræða rótgróna útgáfu sem keypt var til félagsins fyrir tugi milljóna króna. Mikið hefur gengið á í kjölfar kaupa nýrra eigenda og í kringum stjórnarskiptin. Ný stjórn, sem var sem áður segir kjörin síðastliðinn föstudag, sakaði fráfarandi stjórn um að hafa misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu. Auk þess mat hún svo að kröfuhöfum hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Björn Ingi Hrafnsson sendi sama kvöld frá sér langa yfirlýsingu þar sem hann sakaði Dalsmenn, sem stærstan hlut eiga í félaginu, um að hafa reynt að koma félaginu í þrot með því að hætta við hlutafjáraukningu upp á 200 milljónir króna.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14 Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02 Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04
Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14
Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02
Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58