Fótbolti

Dómarar á HM geta flautað leiki af ef áhorfendur verða með kynþáttaníð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rasistar voru afþakkaðir á síðasta HM og það breytist ekkert á HM næsta sumar.
Rasistar voru afþakkaðir á síðasta HM og það breytist ekkert á HM næsta sumar. vísir/getty
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, mun ekki líða neinn dónaskap frá áhorfendum á HM í Rússlandi næsta sumar og dómarar fá fullt vald til þess að taka á öllu slíku.

Dómarar á HM munu fylgja þriggja þrepa kerfi er það koma einhver mál upp tengd fordómum áhorfenda. Fyrst gefa þeir aðvörun, svo geta þeir gert hlé á leiknum. Ef hlutirnir lagast ekki upp í stúku þá hafa þeir vald til þess að flauta leikinn af.

Það hafa verið mikil vandræði á stuðningsmönnum í Rússlandi í gegnum tíðina og ekki síst út af kynþáttaníði þeirra. Það þekkja hörundsdökkir leikmenn sem hafa spilað í Rússlandi afar vel.

Ástandið hefur aðeins lagast en það virðist vera langt í land. Í síðasta mánuði þurfti Spartak Moskva að spila fyrir tómum velli þar sem stuðningsmenn liðsins höfðu verið með kynþáttaníð í unglingaleik gegn Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×