Enski boltinn

Everton byrjar að ræða aftur við Stóra Sam

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stóri Sam gæti verið á leið aftur í ensku úrvalsdeildina.
Stóri Sam gæti verið á leið aftur í ensku úrvalsdeildina. vísir/getty
Everton er aftur komið í viðræður við Sam Allardyce, fyrrverandi landsliðsþjálfara Englands samkvæmt heimildum Sky Sports.

Everton ræddi við Allardyce um tveimur vikum eftir að Ronald Koeman var rekinn en samkomulag náðist ekki.

Í dag eru nákvæmlega fimm vikur síðan Koeman var látinn fara en stjóraleit Everton hefur ekki borið neinn árangur. David Unsworth hefur stýrt liðinu síðan Koeman var rekinn.

Everton hefur reynt að næla í Marco Silva, stjóra Watford, en án árangurs. Félagið hefur því hafið viðræður við Stóra Sam á nýjan leik.

Steve Walsh, yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton, vill fá Allardyce en Farhad Moshiri, eigandi félagsins, er á öðru máli.

Allardyce var síðast við stjórnvölinn hjá Crystal Palace en hætti þar eftir síðasta tímabil.

Everton steinlá fyrir Southampton, 4-1, í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liðið er þremur stigum frá fallsæti.


Tengdar fréttir

Draumamark Gylfa í miðri martröð Everton

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði glæsilegt mark fyri Everton gegn Southampton í gær. Það dugði skammt því að stjóralaust lið Everton tapaði 4-1 og er í vondum málum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×