Enski boltinn

Lukaku fer ekki í leikbann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lukaku í leiknum gegn Brighton.
Lukaku í leiknum gegn Brighton. vísir/getty
Aganefnd enska knattspyrnusambandsins ætlar ekki að aðhafast frekar í máli framherja Man. Utd, Romelu Lukaku.

Hann var sakaður um að hafa sparkað viljandi í Gaetan Bong, varnarmann Brighton, í leik liðanna um helgina.

Ef Lukaku hefði verið kærður og sakfelldur þá hefði hann fengið þriggja leikja bann. Framherjinn hefði þá misst af leikjum gegn Watford, Arsenal og Man. City. Það hefði verið högg fyrir United.

Dómari leiksins sá ekki atvikið en því var skotið til aganefndar þar sem þrír fyrrum dómarar skoðuðu það. Þeir þurftu allir að vera sammála því að brotið hefði verðskuldað rautt spjald en voru það ekki. Því fer málið ekki lengra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×