Erlent

Mikill fjöldi hreindýra drapst eftir árekstur við lest í Noregi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá vettvangi slyssins í Kvalfors.
Frá vettvangi slyssins í Kvalfors. Vísir/EPA
Mikill fjöldi hreindýra drapst þegar vöruflutningalest var ekið á hjörð nálægt Kvalfors í Noregi í gær. Áætlað er að 106 dýr hafi drepist í slysinu.

NRK hefur eftir eiganda dýranna að hann hafi áður verið í samskiptum við lestarfélagið Bane Nor, sem rekur lestakerfið á svæðinu, og fengið fullvissu um að lestum yrði ekið hægt á þeim svæðum þar sem finna megi hreindýrahjarðir. Skilaboðin virðast þó ekki hafa náð eyrum lestarstjórans.

Ole Henrik Kappfjell, eigandi hreindýranna, segir eigendurna vera í nánu sambandi við dýrin sín. „Ég verð svo reiður að ég brjálast næstum,“ segir Kappfjall í samtali við NRK.

Thor Brækkan, talsmaður Bane Nor, segist miður sín að atvikið hafi átt sér stað og vinna sé hafin til að greiða megi eigendum dýranna skaðabætur. Hann segir að tæknileg mistök hafi orðið til þess að boðin um minni hraða á umræddu svæði hafi ekki borist lestarstjóranum.

Að neðan má sjá myndir NRK frá vettvangi slyssins, en rétt er að vara viðkvæma við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×