Enn einn hnúturinn í Brexit-ferlinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. nóvember 2017 07:00 Mögulegri landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands hefur verið mótmælt. Nordicphotos/AFP Ekki verður hægt að komast að neinni niðurstöðu um hvernig landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands, og þar með Bretlands, verður háttað fyrr en fríverslunarsamningur verður gerður á milli Bretlands og Evrópusambandsins. Þetta sagði Liam Fox, milliríkjaviðskiptaráðherra Bretlands, í gær. Phil Hogan, framkvæmdastjóri ESB á sviði landbúnaðar og byggðaþróunar og fulltrúi Írlands, sagði hins vegar fyrr um daginn að Írar minntu á þá hótun sína að ríkið gæti beitt neitunarvaldi gegn hvers konar slíkum samningi þar til komin væri niðurstaða í landamæramálið. „Ef Bretland og Norður-Írland fengju áfram að vera í tollabandalagi Evrópusambandsins og jafnvel hluti af innri markaði þess yrði hins vegar ekkert vandamál með landamærin,“ sagði Hogan í viðtali við The Observer. Írska ríkisstjórnin hefur verið á þeirri línu að engin landamæragæsla yrði á milli ríkjanna allt frá því Bretar kusu að yfirgefa ESB. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur hins vegar áður sagt að Bretar muni hvorki tilheyra tollabandalaginu né innri markaðnum við útgönguna úr Evrópusambandinu.Mairead McGuinnes, Evrópuþingmaður Írlands.Nordicphotos/AFPÞessari skoðun May deilir Liam Fox. „Við viljum ekki að það verði landamæragæsla þarna en Bretar munu yfirgefa tollabandalagið og innri markaðinn.“ Ekki sé þó hægt að gefa lokasvar við landamæraspurningunni fyrr en viðræður við ESB séu komnar mun lengra. Er því kominn upp nokkurs konar hnútur í útgönguferlinu enda krefjast yfirvöld á Írlandi þess að fá skriflega staðfestingu á því sem allra fyrst að engin landamæragæsla yrði á landamærum Írlands og Norður-Írlands. John McDonnell, skuggafjármálaráðherra stjórnarandstöðunnar á Bretlandi, fjallaði um ummæli Fox í gær og gagnrýndi. Sagði hann að Verkamannaflokkurinn væri ekki tilbúinn til að slá aðild að tollabandalagi og innri markaði út af borðinu. „Ég vona að forsætisráðuneytið hafi ekki samþykkt þessa yfirlýsingu Fox,“ sagði McDonnell við ITV. Mairead McGuinness, Evrópuþingmaður Írlands, gagnrýndi Fox einnig. Sagðist hún hafa áhyggjur af ummælum Fox og hvatti Breta eindregið til að halda sig innan bæði tollabandalagsins og innri markaðarins. „Ég vona að Bretar séu ekki að halda Írum í gíslingu í þessum útgönguviðræðum. Þetta er allt of alvarlegt vandamál til þess.“ Viðræður við ESB standa nú yfir og hafa gengið brösulega. Evrópusambandið gaf ríkisstjórn May nýlega frest til 4. desember næstkomandi til þess að skila tillögum um landamærin, frumvarp um að Bretar skuli áfram greiða þær upphæðir sem ríkið skuldbatt sig til að greiða ESB á meðan ríkið var aðili að sambandinu, og um réttindi borgara ríkja Evrópusambandsins búsettra í Bretlandi og öfugt. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Ekki verður hægt að komast að neinni niðurstöðu um hvernig landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands, og þar með Bretlands, verður háttað fyrr en fríverslunarsamningur verður gerður á milli Bretlands og Evrópusambandsins. Þetta sagði Liam Fox, milliríkjaviðskiptaráðherra Bretlands, í gær. Phil Hogan, framkvæmdastjóri ESB á sviði landbúnaðar og byggðaþróunar og fulltrúi Írlands, sagði hins vegar fyrr um daginn að Írar minntu á þá hótun sína að ríkið gæti beitt neitunarvaldi gegn hvers konar slíkum samningi þar til komin væri niðurstaða í landamæramálið. „Ef Bretland og Norður-Írland fengju áfram að vera í tollabandalagi Evrópusambandsins og jafnvel hluti af innri markaði þess yrði hins vegar ekkert vandamál með landamærin,“ sagði Hogan í viðtali við The Observer. Írska ríkisstjórnin hefur verið á þeirri línu að engin landamæragæsla yrði á milli ríkjanna allt frá því Bretar kusu að yfirgefa ESB. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur hins vegar áður sagt að Bretar muni hvorki tilheyra tollabandalaginu né innri markaðnum við útgönguna úr Evrópusambandinu.Mairead McGuinnes, Evrópuþingmaður Írlands.Nordicphotos/AFPÞessari skoðun May deilir Liam Fox. „Við viljum ekki að það verði landamæragæsla þarna en Bretar munu yfirgefa tollabandalagið og innri markaðinn.“ Ekki sé þó hægt að gefa lokasvar við landamæraspurningunni fyrr en viðræður við ESB séu komnar mun lengra. Er því kominn upp nokkurs konar hnútur í útgönguferlinu enda krefjast yfirvöld á Írlandi þess að fá skriflega staðfestingu á því sem allra fyrst að engin landamæragæsla yrði á landamærum Írlands og Norður-Írlands. John McDonnell, skuggafjármálaráðherra stjórnarandstöðunnar á Bretlandi, fjallaði um ummæli Fox í gær og gagnrýndi. Sagði hann að Verkamannaflokkurinn væri ekki tilbúinn til að slá aðild að tollabandalagi og innri markaði út af borðinu. „Ég vona að forsætisráðuneytið hafi ekki samþykkt þessa yfirlýsingu Fox,“ sagði McDonnell við ITV. Mairead McGuinness, Evrópuþingmaður Írlands, gagnrýndi Fox einnig. Sagðist hún hafa áhyggjur af ummælum Fox og hvatti Breta eindregið til að halda sig innan bæði tollabandalagsins og innri markaðarins. „Ég vona að Bretar séu ekki að halda Írum í gíslingu í þessum útgönguviðræðum. Þetta er allt of alvarlegt vandamál til þess.“ Viðræður við ESB standa nú yfir og hafa gengið brösulega. Evrópusambandið gaf ríkisstjórn May nýlega frest til 4. desember næstkomandi til þess að skila tillögum um landamærin, frumvarp um að Bretar skuli áfram greiða þær upphæðir sem ríkið skuldbatt sig til að greiða ESB á meðan ríkið var aðili að sambandinu, og um réttindi borgara ríkja Evrópusambandsins búsettra í Bretlandi og öfugt.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira