Erlent

Fimm létust í bílslysi í Leeds

Þórdís Valsdóttir skrifar
Lögreglan í borginni rannsakar tildrög slyssins og eru tveir fimmtán ára drengir í haldi.
Lögreglan í borginni rannsakar tildrög slyssins og eru tveir fimmtán ára drengir í haldi. Vísir/getty
Fimm létust í bílslysi í Leeds í Englandi þegar stolinni bifreið var ekið á tré í gærkvöldi.

Þrír þeirra látnu voru á barnsaldri, tólf ára drengur og tveir fimmtán ára drengir. Hinir mennirnir voru 24 og 28 ára gamlir.

Tveir fimmtán ára drengir eru í haldi lögreglu eftir atvikið og hafa lögregluyfirvöld ekki viljað tjá sig um aðkomu þeirra að málinu, en talið er að þeir hafi verið farþegar í bílnum.

Lögreglan rannsakar nú hvort allir þeirra látnu hafi verið farþegar í bílnum eða hvort einhverjir þeirra hafi verið gangandi vegfarendur.

Lögreglan vinnur nú að því að rannsaka tildrög slyssins og hefur götunni þar sem slysið átti sér stað verið lokað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×