Erlent

Andlát skekur Verkamannaflokkinn að nýju

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá stuðningsfundi Verkamannaflokksins fyrir bresku þingkosningarnar í sumar.
Frá stuðningsfundi Verkamannaflokksins fyrir bresku þingkosningarnar í sumar. Vísir/afp
Ónafngreindur starfsmaður breska Verkamannaflokksins, karlmaður á fertugsaldri, er látinn. Breska dagblaðið Guardian greinir frá.

Tilkynnt var um andlát hins ónafngreinda starfsmanns á fimmtudag. Honum hafði verið vikið frá störfum fyrir flokkinn og virðist hafa sætt rannsókn vegna klámmynda sem fundust á tölvu.

Þetta er í annað sinn á tveimur vikum sem innanbúðarmaður í flokknum lætur lífið og einnig í annað skipti sem andlátið er í tengslum við hneykslismál af kynferðislegum toga. Carl Sargeant, þingmaður Verkamannaflokksins í velsku heimastjórninni, svipti sig lífi fyrr í þessum mánuði í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni.

Verkamannaflokkurinn hyggst ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu en ekki er vitað hvernig andlát mannsins bar að.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×