Erlent

Mannskæð sprenging í Kína

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sprengingin í kínversku borginni Ningbo olli mikilli eyðileggingu.
Sprengingin í kínversku borginni Ningbo olli mikilli eyðileggingu. Vísir/afp
Að minnsta kosti tveir eru látnir og tugir slasaðir eftir sprengingu í kínversku borginni Ningbo.

Sprengingin varð í iðnaðarhverfi í borginni. Að minnsta kosti 30 voru fluttir á sjúkrahús og eru tveir hinna slösuðu taldir í lífshættu, að því er BBC hefur eftir yfirvöldum á svæðinu. Þá olli sprengingin mikilli eyðileggingu eins og sést á myndum af vettvangi.

Tilkynningar bárust um sprenginguna um klukkan 9 á sunnudagsmorgun að kínverskum tíma eða um klukkan 1 í nótt að íslenskum tíma.  

Gashylki eru talin líkleg orsök sprengingarinnar, samkvæmt heimildum kínverskra fréttamiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×