Enski boltinn

Klopp: Þeir spiluðu með átta í vörn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jürgen Klopp var sáttur með frammistöðu Liverpool en vildi fá þrjú stig.
Jürgen Klopp var sáttur með frammistöðu Liverpool en vildi fá þrjú stig. vísir/getty
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ánægður með frammistöðu Rauða hersins gegn Chelsea á Anfield í dag. Leikar fóru 1-1 en Willian jafnaði fyrir Chelsea fimm mínútum fyrir leikslok.

„Ég er ánægður með frammistöðuna og hvernig við nálguðumst leikinn. Þetta var svolítið erfiðara þegar Chelsea spilaði með átta varnarmenn,“ sagði Klopp eftir leikinn.

Bæði lið spiluðu útileiki í Meistaradeild Evrópu í miðri viku en þrátt fyrir það var leikurinn í dag hin fínasta skemmtun.

„Eftir svona viku var þetta eitt besta jafntefli sem ég hef séð,“ sagði Klopp.

„Við höfðum ekki heppnina með okkur. Við vildum breyta fyrir jöfnunarmarkið en dómarinn leyfði okkur það ekki. Við vildum spila með fimm manna vörn og það er ekki sniðugt að hafa fengið á sig mark.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×